Fjarlægja ber aðskotahluti, t.d. plast eða matarleifar, sem rýra endurvinnslugildi efnisins. Plasttappar mega þó fara með fernum og ekki þarf að rífa plastglugga eða límrönd af umslögum. Hefti, bréfaklemmur og smærri gormar mega fara með. Engir plastpokar!
Fjarlægja ber aðskotahluti, t.d. plast eða matarleifar, sem rýra endurvinnslugildi efnisins. Plasttappar mega þó fara með fernum og ekki þarf að rífa plastglugga eða límrönd af umslögum. Hefti, bréfaklemmur og smærri gormar mega fara með. Engir plastpokar!
Það er einnig tekið við pappír og pappa á endurvinnslustöðvum SORPU.
Efnið er baggað í móttöku-og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Það er síðan flutt til móttökuaðila erlendis til endurvinnslu, sem nær um 90% endurvinnsluhlutfalli á pappír og pappa. Sá hluti efnisins sem ekki er hægt að endurvinna er nýttur til orkuvinnslu.
Úr endurunnum pappír og pappa er hægt að búa til ýmiskonar pappavörur.