Flokkun frá fyrirtækjum

Fyrirtæki

Dagblöð og tímarit

Í flokkinn fer ýmis pappír sem ekki ber úrvinnslugjald. Fjarlægja ber aðskotahluti, t.d. plast, sem rýrir endurvinnslugildi efnisins. ​Hefti og smærri gormar mega fara með.

Í flokkinn fer ýmis pappír sem ekki ber úrvinnslugjald. Fjarlægja ber aðskotahluti, t.d. plast, sem rýrir endurvinnslugildi efnisins. ​Hefti og smærri gormar mega fara með.

Hvað verður um efnið

Efnið er pressað og baggað í móttöku-og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi til að draga úr rúmmáli. Það er síðan flutt til STENA í Svíþjóð til frekari flokkunar, flokkunin samanstendur af bylgjupappa, sléttum pappír/dagblöðum og fernum/rakaþolnum pappaumbúðum sem fer svo til sértækrar endurvinnslu. Eftir flokkunina sendir STENA fernurnar til Fiskeby þar sem fernurnar eru endurunnar.