Sækja um starf

Við setjum okkur markmið um jafnrétti og vellíðan starfsmanna, þar með talið jafnlaunamarkmið, og fylgjum þeim eftir. Við skuldbindum okkur til stöðugra umbóta í jafnlaunamálum. Við hvetjum öll kyn til að sækja um störf hjá okkur.

Allar umsóknir eru skoðaðar vandlega en almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði.

Við viljum taka það fram að við SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.

 • Verkefnastjóri lagers í Góða hirðinum

  Verkefnastjóri lagers heldur utan um allt sem kemur og fer frá Góða hirðinum, stýrir og skipuleggur farveg endurvinnsluefnis ásamt því vinna að því að draga úr sóun. Ber ábyrgð á öllum tækjabúnaði, viðhaldi og skoðun eftirlitsaðila, svo sem lyftara og gámum. Verkefnastjóri lagers ber ábyrgð á að starfsumhverfi starfsfólks, verktaka og viðskiptavina sé öruggt og að unnið sé eftir viðeigandi öryggisleiðbeiningum og með viðeigandi öryggisbúnað hverju sinni. Verkefnastjóri lagers sér til þess að verkferlar séu rýndir, skilvirkir og stuðli að öryggi.

  Hæfniskröfur:

  Hafa stúdentspróf eða aðra menntun sem nýtist í starfi

  Hafa reynslu af verslunarrekstri

  Hafa reynslu af mannaforráði

  Hafa mikla skipulagshæfni og búa yfir góðri hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi

  Hafa reynslu og þekkingu á öryggismálum á vinnustað

  Hafa áhuga á umhverfismálum og endurnýtingu muna

  Hafa góða tölvufærni, þ.m.t. á Office, SharePoint og BusinessCentral

  Hafa gott vald á íslensku og ensku

  Lyftarapróf er kostur

  Umsóknarfrestur frá 14. 06. 2024 til 24. 06. 2024

  Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

 • Verslunarstjóri Góða hirðisins

  Verslunarstjóri Góða hirðisins ber ábyrgð á auknum endurnotum þeirra muna sem berast í nytjagáma Góða hirðisins. Heldur utan um skipulagningu á daglegri starfsemi og að hún sé framkvæmd í samræmi við verkskipulag og vinnuferla. Verslunarstjóri stuðlar að góðri upplýsingamiðlun og sér til þess að starfsmenn fái viðeigandi þjálfun. Hefur umsjón með frágangi og ásýnd verslunar. Sér verðlagningu og frágang muna í verslun, ásamt því að tryggja að umgengni starfsumhverfis sé vel skipulagt, öruggt og snyrtilegt.

  Hæfniskröfur:

  Menntun sem nýtist í starfi

  Hafa reynslu af verslunar og/eða þjónustustörfum

  Reynsla af afgreiðslukerfum er kostur

  Hafa ríka öryggisvitund og sýna hana í verki

  Geta gætt trúnaðar og hlutleysis í ágreiningsmálum sem kunna að koma upp innan starfsstöðvar

  Eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar og sýna sjálfstæði

  Hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfi og góð þjónustulund

  Vera stundvís, skipulagður, samviskusamur og snyrtilegur í umgengni

  Sjálfstæði, frumkvæði, metnaður og öguð vinnubrögð

  Hafa góða tölvufærni, þ.m.t. á Office, SharePoint og BusinessCentral

  Hafa áhuga á hringrásarhagkerfinu og endurnýtingu

  Líkamlegur styrkur er skilyrði

  Hafa gott vald á íslensku og ensku

  Umsóknarfrestur frá 14. 06. 2024 til 24. 06. 2024

  Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

 • Sumarstarfsmaður á endurvinnslustöð

  Viltu vinna úti í sumar í frábærum félagsskap? Við leitum að hressum, jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum sem vilja hafa áhrif á framtíðina og aðstoða viðskiptavini við að flokka vel.
  Endurvinnslustöðvar SORPU þjónusta heimili og smærri fyrirtæki. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að koma sem mestum úrgangi til endurnotkunar eða endurvinnslu.

  Helstu verkefni:

  • Móttaka og innheimta
  • Þjónusta, leiðsögn og aðstoð við viðskiptavini
  • Viðhalda öruggri og snyrtilegri stöð
  • Önnur tilfallandi verkefni

  Kröfur:

  • Umsækjandi þarf að hafa náð 19 ára aldri
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Stundvísi, samviskusemi og teymishugsun
  • Íslenskukunnátta
  • Áhugi og þekking á umhverfismálum og flokkun

  Um vaktavinnu er að ræða, starfshlutfall er um 92% með helgarvinnu.

  Umsóknarfrestur frá 10. 06. 2024 til 23. 06. 2024

  Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við

 • Almenn umsókn

  SORPA rekur sex deildir þar sem unnin eru fjölbreytt störf.

  Endurvinnslustöðvar - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
  Móttökustöðin í Gufunesi - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini, flokkun úrgangs og vélavinna
  Urðunarstaðurinn í Álfsnesi - Móttaka á vigt, mælingar, skráningar, viðhald og vinna á verkstæði
  GAJA gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi - móttaka á lífrænum úrgangi
  Verslun Góða hirðisins - Lagerstörf, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavin
  Skrifstofa - Almenn og sérhæfð skrifstofustörf

  SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.

  Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

 • Job application

  SORPA is an indepenent firm jointly owned by the six municipalities of the capiltal area and is responsible for receiving their waste.

  SORPA runs six recycling centres where the public and smaller companies bring their sorted waste, receiving and sorting plant in Gufunesi and a Landfill site in Álfsnes for larger loads of waste.

  Our employees work in customer service, waste sorting and handling.

  SORPA is not in waste collection.