Sækja um starf

SORPA setur markmið um jafnrétti og vellíðan starfsmanna, þar með talið jafnlaunamarkmið, og fylgir þeim eftir. SORPA skuldbindur sig til stöðugra umbóta í jafnlaunamálum. Við hvetjum öll kyn til að sækja um störf hjá okkur.

Allar umsóknir eru skoðaðar vandlega en almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði.

SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.

Starfsmaður í viðhaldsdeild móttöku- og flokkunarstöð

Í móttöku- og flokkunarstöð SORPU fer fram vélræn flokkun og meðhöndlun á hinum ýmsu tegundum úrgangs og er markmiðið að stuðla að sem bestri nýtingu þeirra hráefna sem í úrgangi felast. Þá er m.a. búið að setja upp nýja og fullkomna vinnslulínu til að skilja lífræn efni frá öðrum úrgangstegundum í heimilissorpi en lífúrgangur nýtist svo til moltu- og metanframleiðslu í GAJA, nýju gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi. Að auki er unnið með pressur, trjákurlara, hakkara og hinar ýmsu vinnuvélar við meðhöndlun á þeim 90.000 tonnum úrgangs og endurvinnsluefna sem eru meðhöndluð árlega í stöðinni.

Við leitum að metnaðarfullum og duglegum einstaklingi með iðnmenntun og/eða starfsreynslu á sviði málm- og véltæknigreina. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst nákvæmni og öryggisvitundar.

Helstu verkefni:

·        Bilanagreining vélbúnaðar og tækja

·        Viðgerðir og viðhald vélbúnaðar

·        Fyrirbyggjandi viðhald og rekstur á búnaði

·        Samsetning vélbúnaðar

·        Almenn viðgerðarvinna véla og tækja

·        Stálsmíði

·        Samskipti við framleiðsludeild móttöku- og flokkunarstöðvar

Menntunar- og hæfniskröfur:

·        Sveinspróf á sviði málm- og véltæknigreina

·        Reynsla af sambærilegum verkefnum og góð reynsla í faginu

·        Mikil öryggisvitund og árvekni

·        Reynsla og þekking á vökvakerfum og iðnstýringum

·        Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og vinna vel í teymi

·        Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð

·        Vinnuvéla- eða lyftarapróf æskilegt

·        Áhugi á umhverfismálum

·        Bílpróf er skilyrði

·        Góð íslensku- og enskukunnátta

SORPA leggur áherslu á að vera líflegur, skemmtilegur og umhyggjusamur vinnustaður. Þá er SORPA með öflugt starfsmannafélag sem sér til þess að við skemmtum okkur reglulega saman með ýmsum fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum. Hjá SORPU er góður starfsandi og mikið félagslíf.

Vinnutími er frá kl. 7:30-16:00 alla virka daga og yfirvinna þegar þess er þörf.

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2023

Sumarstarfsmaður í móttöku- og flokkunarstöð

Markmið og tilgangur starfs

Sumarstarfsmaður í móttöku- og flokkunarstöð tekur á móti og afgreiðir viðskiptavini ásamt því að gegna störfum við böggunnar- og úrgangshakkavélar og þrif ásamt móttöku og flokkun farma.

Helstu verkefni og ábyrgð

Undir hlutverkið fellur m.a. eftirfarandi:

  • Móttaka viðskiptavina og ákvörðun gjaldflokks
  • Leiðbeina viðskiptavinum á losunarstað og aðstoðar við flokkun þegar það á við
  • Aðstoða viðskiptavini við losun farma með lyftara
  • Þrífa ytra og innra vinnusvæði, búnaði og starfsmannaaðstöðu
  • Hafa eftirlit með vírum og starfsemi á neðsta gólfi
  • Hafa eftirlit með tækjabúnaði í forvinnslulínu, tæmir kör og heldur affalsopum hreinum
  • Fylgjast með gæðum við flokkun úrvinnsluefnis og að þau standist kröfur
  • Fylgjst með gæðum við böggun endurvinnsluefnis og að baggar standist kröfur
  • Flokka frá farmi endunýtanlegan farm sem fer í Góða hirðirinn eða Efnismiðlun Góða hirðisins
  • Framfylgja læsingaferli Móttöku- og flokkunarstöðvar þar sem það á við
  • Sinna tilfallandi verkefnum sem tilheyra starfstöðinni og nota þann hlífðar- og öryggisbúnað sem við á

Kröfur

Sá sem sinnir starfinu skal uppfylla eftirfarandi hæfniskröfur:

  • Hafa bílpróf
  • Lyftararéttindi eru kostur
  • Eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar
  • Hafa mikla hæfni í mannlegum samskiptum og góða þjónustulund
  • Vera stundvís, samviskusamur og snyrtilegur í umgengni
  • Hafa góða öryggisvitund og koma ábendingum til yfirmanna móttökustöðvar um óvenjuleg atvik eða frábrigði í rekstri eða öryggisþáttum
  • Hæfni til að tjá sig á íslensku
  • Áhugi og þekking á umhverfismálum

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2023

Hlökkum til að heyra frá þér!

Sumarstarfsmaður á endurvinnslustöð – Riddarar hringrásarhagkerfisins

Hefur þú áhuga á umhverfismálum?

Viltu hafa áhrif á framtíðina?

SORPA óskar eftir að ráða sumarstarfsmann í afgreiðslu, þjónustu, leiðsögn ofl. á endurvinnslustöð. Stöðugar breytingar eru í umhverfismálum og því fylgir þróun í starfi.

Leitað er að starfsmanni sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund. Reynsla af afgreiðslu- og þjónustustörfum er kostur. Gott vald á íslensku er skilyrði.

Í starfinu felst:

  • Afgreiðsla og þjónusta
  • Dagleg umhirða og þrif stöðvarinnar
  • Móttaka viðskiptavina og leiðsögn
  • Mat á farmi og aðstoð við flokkun
  • Innheimta á gjaldi vegna úrgangs
  • Umsjón skilagjaldsskyldra umbúða
  • Önnur tilfallandi störf

Um vaktavinnu er að ræða og er starfshlutfall um 91% með helgarvinnu.

Umsækjandi þarf að hafa náð 19 ára aldri og geta hafið störf upp úr 15. maí.

Umsóknarfrestur er til 31 mars 2023

Hjá SORPU starfa um 150 einstaklingar á 11 starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Alla daga vinnum við statt og stöðugt að því að byggja upp hringrásarhagkerfið, en í því felst meðal annars að draga úr úrgangi og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu. Við hjá SORPU leggjum upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og góðum starfsanda.

Hlökkum til að heyra frá þér!

Sumarstarfsmaður GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU

Við leitum af öflugum einstaklingi í teymið okkar í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU sem hefur áhuga á að taka þátt í og stuðla að aukinni endurvinnslu og minnkun loftlagsáhrifa.

Helstu verkefni eru að taka á móti viðskiptavinum/flutningsaðilum í móttöku GAJA, sjá um forvinnslu og blöndun vinnsluefnis, mokstur moltu ásamt því að halda vinnslusvæði, gönguleiðum og öðrum rýmum GAJA þrifarlegum. Vinnan fer að miklu leiti fram á stærri vinnuvélum, svo sem hjólaskóflu og dráttarvél.

Hæfniskröfur:

  • Frumkvæði, sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Áhugi og þekking á umhverfismálum og endurvinnslu
  • Góð almenn tölvufærni
  • Hæfni í samskiptum, samstarfi og þjónustulund ásamt því að vera ábyrgur og stundvís
  • Gott vald á íslensku og færni í ensku 
  • Hafa bílpróf 
  • Kostur vinnuvélaréttindi og eða réttindi fyrir stærri vinnuvélar

Við hlökkum til að heyra frá þér! 

Umsóknarfrestur er til og með 31 mars 2023

Sumarstarfsmaður í SORPU Álfsnesi

Sumarstarfsmaður í SORPU Álfsnesi sinnir daglegum rekstri urðunarstaðar þar sem helstu verkefni eru að taka á móti og afgreiða viðskiptavini á vigt, halda móttökuaðstöðu, urðunarsvæði og verkstæði þrifalegu ásamt því að sinna viðhaldi á tækjum og búnaði. Í starfinu felst vinna á vinnuvélum, meðal annars skotbómu og dráttarvél. Sumarstarfsmaður í Álfsnesi gengur í hin ýmsu verkefni sem tengjast rekstri SORPU í Álfsnesi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hafa bílpróf
  • Kostur að hafa dráttarvélaréttindi og eða vinnuvélaréttindi
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Búa yfir hæfni í samskiptum, samstarfi og þjónstulund ásamt því að vera ábyrgur og stundvís
  • Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Hafa góða tölvufærni.
  • Hafa áhuga og þekkingu á umhverfismálum

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum til að sækja um.

Hlökkum til að heyra frá þér!

Umsóknarfrestur er til og með 31 mars 2023

Starfsmaður viðhaldsmála í Álfsnesi

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum aðila í viðhaldsmál í SORPU Álfsnesi, erum við að leita að þér?

Starfsmaður í viðhaldsdeild í Álfsnesi sér um að byggja upp og viðhalda árangursríku viðhaldi alls búnaðar í Álfsnesi í samstarfi við stjórnendur. Umsjónarmaður vinnur að og ber ábyrgð á daglegum rekstri viðhalds í Álfsnesi ásamt því að sjá um skipulag fyrirbyggjandi viðhalds og gerð viðhaldsáætlana. Starfið felur einnig í sér daglegan rekstur gashreinsistöðvar og ganga bakvaktir vegna reksturs hennar og GAJA, gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU. 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hafa próf í vélstjórn, vélvirkjun eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Einnig
  • Reynsla af sambærilegum störfum og góð reynsla í faginu
  • Hafa góða tölvufærni
  • Mikil öryggisvitund og árvekni
  • Reynsla og þekking á vökvakerfum og iðnstýringum
  • Búa yfir leiðtogahæfni, hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður í starfi
  • Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Vinnuvélapróf æskilegt
  • Bílpróf er skilyrði
  • Góð færni íslensku- og ensku í rituðu sem og töluðu máli
  • Áhugi og þekking á umhverfismálum

Hjá SORPU starfa um 150 einstaklingar á 11 starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Alla daga vinnum við statt og stöðugt að því að gera góða hluti fyrir umhverfið, og stöðugt að því að byggja upp hringrásarhagkerfið, en í því felst meðal annars að draga úr úrgangi og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu. Við hjá SORPU leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sveigjanleika, sterkri liðsheild og góðum starfsanda.

Umsóknarfrestur er til og með 16 mars 2023

Starfsmaður GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU

Við leitum af öflugum einstaklingi í teymið okkar í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU sem hefur áhuga á að taka þátt í og stuðla að aukinni endurvinnslu og minnkun loftlagsáhrifa, erum við að leita að þér?

Helstu verkefni eru að taka á móti viðskiptavinum/flutningsaðilum í móttöku GAJA, sjá um forvinnslu og blöndun vinnsluefnis, mokstur moltu ásamt því að halda vinnslusvæði, gönguleiðum og öðrum rýmum GAJA þrifarlegum. Starfsmaður í GAJA stýrir vinnsluferlum og vaktar í rafrænu stjórnkerfi stöðvarinnar SCADA. Hann hefur eftirlit með vinnslukerfum s.s. gas- og meltuvökvalögnum og sinnir viðhaldi í samvinnu við viðhaldsteymið í Álfsnesi. Vinnan fer að miklu leiti fram á stærri vinnuvélum, svo sem hjólaskóflu og dráttarvél.

Hæfniskröfur:

  • Frumkvæði, sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
  • Áhugi og þekking á umhverfismálum og endurvinnslu
  • Góð almenn tölvufærni
  • Hæfni í samskiptum, samstarfi og þjónustulund ásamt því að vera ábyrgur og stundvís
  • Gott vald á íslensku og færni í ensku 
  • Hafa bílpróf 
  • Kostur vinnuvélaréttindi og eða réttindi fyrir stærri vinnuvélar

Laun og kjör eru samkvæmt sérkjarasamningi Eflingar og SORPU.

Við hlökkum til að heyra frá þér! 

Umsóknarfrestur er til og með 16 mars 2023

Almenn umsókn

SORPA rekur 5 deildir þar sem unnin eru fjölbreytt störf:

  • Endurvinnslustöðvar - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini.
  • Móttökustöðin í Gufunesi - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini, flokkun úrgangs og vélavinna.
  • Urðunarstaðurinn í Álfsnesi - Móttaka á vigt, mælingar, skráningar, viðhald og vinna á verkstæði.
  • Verslanir Góða hirðisins - Lagerstörf, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini.
  • Skrifstofa - Almenn og sérhæfð skrifstofustörf.