Sækja um starf

Við setjum okkur markmið um jafnrétti og vellíðan starfsmanna, þar með talið jafnlaunamarkmið, og fylgjum þeim eftir. Við skuldbindum okkur til stöðugra umbóta í jafnlaunamálum. Við hvetjum öll kyn til að sækja um störf hjá okkur.

Allar umsóknir eru skoðaðar vandlega en almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði.

Við viljum taka það fram að við SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.

  • Sumarstarfsmaður í GAJA

    Við leitum af öflugum einstaklingi í teymið okkar í GAJA, gas- og jarðgerðarstöð SORPU sem hefur áhuga á að taka þátt í og stuðla að aukinni endurvinnslu og minnkun loftlagsáhrifa.

    Helstu verkefni eru að taka á móti viðskiptavinum/flutningsaðilum í móttöku GAJA, sjá um forvinnslu og blöndun vinnsluefnis, mokstur moltu ásamt því að halda vinnslusvæði, gönguleiðum og öðrum rýmum GAJA þrifarlegum. Vinnan fer að miklu leiti fram á stærri vinnuvélum, svo sem hjólaskóflu og dráttarvél.

    Kröfur:

    • Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
    • Hafa bílpróf, vinnuvéla/dráttarvélaréttindi og/eða réttindi fyrir stærri vinnuvélar er kostur
    • Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
    • Góð almenn tölvufærni
    • Stundvísi, samviskusemi og metnaður
    • Góð öryggisvitund og teymishugsun
    • Íslensku- og/eða enskukunnátta
    • Áhugi og þekking á umhverfismálum og endurvinnslu

    Um er að ræða 100% starf með möguleika á helgarvinnu.

    Umsóknarfrestur frá 04. 03. 2024 til 31. 03. 2024

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Sumarstarfsmaður í Álfsnesi

    Langar þig að vinna úti í sumar? Við leitum að jákvæðum og hörku duglegum liðsfélögum í teymið okkar í Álfsnesi!

    Helstu verkefni:

    • Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
    • Halda vinnusvæði þrifalegu
    • Viðhald á tækjum og búnaði
    • Vinna á vinnuvélum, skotbómu og dráttarvél
    • Sinna tilfallandi verkefnum sem tilheyra starfsstöð

    Kröfur:

    • Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
    • Hafa bílpróf og vinnuvéla/dráttarvélaréttindi er kostur
    • Hafa góða tölvufærni, þ.m.t. á Office. Kunnátta á SharePoint og Dyn AX er kostur
    • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
    • Stundvísi, samviskusemi og metnaður
    • Góð öryggisvitund og teymishugsun
    • Íslenskukunnátta
    • Áhugi og þekking á umhverfismálum og endurvinnslu

    Um er að ræða 100% starf með möguleika á helgarvinnu.

    Umsóknarfrestur frá 01. 03. 2024 til 31. 03. 2024

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Sumarstarfsmaður í móttöku- og flokkunarstöð

    Erum við að leita að þér? Við leitum að hressum og hörku duglegum liðsfélögum í teymið okkar í móttöku- og flokkunarstöðinni í sumar!
    Í móttöku- og flokkunarstöð SORPU tökum við á móti allskonar úrgangi og komum honum til endurvinnslu. Við búum til heimsins bestu bagga og hjá okkur er allt stórt í sniðum, hugsað fyrir stærri fyrirtæki og stóra farma.

    Helstu verkefni:

    • Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
    • Eftirlit með tækjabúnaði
    • Tryggja gæði við flokkun úrvinnsluefna og böggun endurvinnsluefna til útflutnings
    • Flokka endunýtanlega hluti sem fara í Góða hirðirinn eða Efnismiðlun Góða hirðisins og koma þeim í hringrásina
    • Sinna tilfallandi verkefnum sem tilheyra starfsstöð

    Kröfur:

    • Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
    • Hafa bílpróf og eru lyftararéttindi kostur
    • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
    • Stundvísi, samviskusemi og metnaður
    • Góð öryggisvitund og teymishugsun
    • Íslenskukunnátta
    • Áhugi og þekking á umhverfismálum og endurvinnslu

    Um er að ræða 100% starf með möguleika á helgarvinnu.

    Umsóknarfrestur frá 29. 02. 2024 til 31. 03. 2024

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Sumarstarfsmaður á endurvinnslustöð

    Viltu vinna úti í sumar í frábærum félagsskap? Við leitum að hressum, jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum sem vilja hafa áhrif á framtíðina og aðstoða viðskiptavini við að flokka vel.
    Endurvinnslustöðvar SORPU þjónusta heimili og smærri fyrirtæki. Markmið okkar er að aðstoða viðskiptavini við að koma sem mestum úrgangi til endurnotkunar eða endurvinnslu.

    Helstu verkefni:

    • Móttaka og innheimta
    • Þjónusta, leiðsögn og aðstoð við viðskiptavini
    • Viðhalda öruggri og snyrtilegri stöð
    • Önnur tilfallandi verkefni

    Kröfur:

    • Umsækjandi þarf að hafa náð 19 ára aldri
    • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
    • Stundvísi, samviskusemi og teymishugsun
    • Íslenskukunnátta
    • Áhugi og þekking á umhverfismálum og flokkun

    Um vaktavinnu er að ræða, starfshlutfall er um 92% með helgarvinnu.

    Umsóknarfrestur frá 29. 02. 2024 til 31. 03. 2024

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Sumarstarfsmaður í fjármáladeild

    Finnst þér gaman þegar allt stemmir? Við leitum að jákvæðum, nákvæmum og talnaglöggum liðsfélaga í fjármáladeild SORPU.
    Fjármáladeild SORPU starfar á skrifstofu okkar Köllunarklettsvegi 1 og sér til þess að allt gangi upp í rekstri okkar. Deildin er í miklum samskiptum við starfsfólk, hagaðila, lánadrottna og viðskiptavini okkar?

    Helstu verkefni:

    • Færsla bókhalds og afstemmingar
    • Uppgjör, innheimta og reikningagerð
    • Samskipti við viðskiptamenn og lánadrottna
    • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann

    Kröfur:

    • Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
    • Reynsla, þekking og áhugi á bókhaldi
    • Góð almenn tölvukunnátta, þ.m.t. á Office of SharePoint
    • Þekking og reynsla af notkun BC (Business Central) eða Navision er kostur
    • Sjálfstæð, nákvæm og vönduð vinnubrögð
    • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
    • Íslensku- og enskukunnátta
    • Áhugi og þekkingu á umhverfismálum

    Um er að ræða 100% starf í sumar með möguleika á áframhaldandi starfi eftir sumarið. Hlökkum til að heyra frá þér!

    Umsóknarfrestur frá 29. 02. 2024 til 31. 03. 2024

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Sumarstarfsmaður í Góða hirðinum

    Ert þú með næmt auga fyrir framstillingum? Við leitum að hressum, jákvæðum og þjónustulunduðum aðilum í sumarstarf með möguleika á áframhaldandi starfi í skemmtilega samfélaginu okkar hjá Góða hirðinum.
    Góði hirðirinn er nytjamarkaður SORPU sem hefur það að markmiði að hámarka endurnýtingu og draga úr sóun. Allur ágóði Góða hirðisins rennur til góðgerðamála og líknarfélaga.

    Helstu verkefni

    • Framstillingar og áfylling á vörum í verslun
    • Þjónusta og aðstoða viðskiptavini
    • Tæma gáma
    • Verkefni á lager
    • Halda verslun snyrtilegri
    • Önnur tilfallandi verkefni

    Kröfur

    • Reynsla af verslunar- og/eða þjónustustörfum
    • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
    • Stundvísi, samviskusemi og metnaður
    • Íslensku- og/eða enskukunnátta
    • Áhugi og þekking á umhverfismálum og endurnotum

    Um er að ræða 100% starf með möguleika á helgarvinnu. Hlökkum til að heyra frá þér!

    Umsóknarfrestur frá 28. 02. 2024 til 31. 03. 2024

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Starfsmaður í viðhaldsteymi SORPU í móttöku- og flokkunarstöð

    Erum við að leita að þér? Við leitum að metnaðarfullum og duglegum einstaklingi með iðnmenntun og/eða starfsreynslu á sviði málm- og véltæknigreina. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst nákvæmni og öryggisvitundar.

    Helstu verkefni:

    • Bilanagreining vélbúnaðar og tækja
    • Viðgerðir og viðhald vélbúnaðar
    • Fyrirbyggjandi viðhald og rekstur á búnaði
    • Samsetning vélbúnaðar
    • Almenn viðgerðarvinna véla og tækja
    • Stálsmíði
    • Samskipti við framleiðsludeild móttöku- og flokkunarstöðvar

    Menntunar- og hæfniskröfur:

    • Sveinspróf á sviði málm- og véltæknigreina
    • Sveinspróf í rafvirkjun er kostur
    • Reynsla af sambærilegum verkefnum og góð reynsla í faginu
    • Mikil öryggisvitund og árvekni
    • Reynsla og þekking á vökvakerfum og iðnstýringum
    • Hæfni í mannlegum samskiptum, þjónustulund og vinna vel í teymi
    • Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
    • Vinnuvéla- eða lyftarapróf æskilegt
    • Bílpróf er skilyrði
    • Góð íslensku- og enskukunnátta

    Vinnutími er frá kl. 7:30-16:00 alla virka daga og yfirvinna þegar þess er þörf. Greitt er eftir nýjum vinnustaðasamning á milli SORPU og VM.

    Hjá SORPU starfa um 170 einstaklingar á tólf starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Alla daga vinnum við statt og stöðugt að því að gera góða hluti fyrir umhverfið, en í því felst meðal annars að draga úr úrgangi og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu. Við hjá SORPU leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

    Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2024.

    Umsóknarfrestur frá 20. 02. 2024 til 30. 04. 2024

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við

  • Almenn umsókn

    SORPA rekur sex deildir þar sem unnin eru fjölbreytt störf.

    Endurvinnslustöðvar - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
    Móttökustöðin í Gufunesi - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini, flokkun úrgangs og vélavinna
    Urðunarstaðurinn í Álfsnesi - Móttaka á vigt, mælingar, skráningar, viðhald og vinna á verkstæði
    GAJA gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi - móttaka á lífrænum úrgangi
    Verslun Góða hirðisins - Lagerstörf, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavin
    Skrifstofa - Almenn og sérhæfð skrifstofustörf

    SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Job application

    SORPA is an indepenent firm jointly owned by the six municipalities of the capiltal area and is responsible for receiving their waste.

    SORPA runs six recycling centres where the public and smaller companies bring their sorted waste, receiving and sorting plant in Gufunesi and a Landfill site in Álfsnes for larger loads of waste.

    Our employees work in customer service, waste sorting and handling.

    SORPA is not in waste collection.