Á þessum tíma eru mörg að sinna vorverkunum í garðinum eða í tiltekt í bílskúrnum eða geymslunni. Við viljum minna á að glærir pokar eru málið þegar skila á hlutum á endurvinnslustöðvar SORPU.
Glærir pokar auðvelda starfsfólki okkar að leiðbeina og stuðla að því að hlutir rati í réttan farveg. Þannig náum við að auka endurvinnsluhlutföllin okkar allra.
Takk fyrir að flokka og verið velkomin á næstu endurvinnslustöð!
Lesa meira