Innkaupahættir

Innkaupahættir SORPU bs.

SORPA bs. er byggðasamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af markmiðum eigandastefnu SORPU er að gætt sé jafnræðis, hlutlægni og að ekki sé mismunað við innkaup. Innkaupahættir SORPU eiga við um allt fyrirtækið. Innkaup SORPU falla undir 3. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Innkaupahættir SORPU eru byggðir á meginreglum um jafnræði, gagnsæi og hagkvæmni þar sem m.a. er tekið tillit til gæða-, umhverfissjónarmiða og verðs.

Framkvæmd innkaupa

Við innkaup SORPU er byggt á meginreglum um jafnræði, gagnsæi og hagkvæmni þar sem m.a. er tekið tillit til gæða-, umhverfissjónarmiða og verðs. SORPA hefur sett sér innkaupareglur sem gilda um öll innkaup samlagsins og taka þær mið af lögum um opinber innkaup og meginreglum eigandastefnunnar.

Starfsmenn samlagsins taka ekki þátt í afgreiðslu mála er varða viðskipti við fyrirtæki eða einstaklinga sem þeir eru persónulega eða fjárhagslega tengdir, beint eða óbeint.

Settar hafa verið siðareglur sem birgjum SORPU ber að fylgja. Reglurnar taka mið af stefnu SORPU um samfélagslega ábyrgð. 

Við innkaup yfir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt 3 gr. reglugerðar nr. 260/2020, er byggt á þeim innkaupaaðferðum sem II. kafli reglugerðarinnar kveður á um í lögum nr. 260/2016. Við innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum er  meginreglum um innkaup fylgt, líkt og 24. gr. reglugerðarinnar kveður á um.

Nánari upplýsingar um innkaup er hægt að fá með að senda fyrirspurn á netfangið procurement@sorpa.is.

Hér má sjá innkaupastefnu SORPU