SORPA er fjölbreyttur vinnustaður og þar starfar samheldinn hópur sem býr hvort tveggja yfir mikilli þekkingu og færni í sínu starfi. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og því er lögð áhersla á að efla starfsfólk í starfi og stuðla að vellíðan þess. Starfsfólk er hvatt til að auka við þekkingu sína og færni og boðið er upp á fjölbreytt tækifæri til símenntunar. Þá er starfsfólk jafnframt hvatt til að sýna frumkvæði í eigin þekkingaröflun og menntun.
Í starfsemi fyrirtækisins er unnið út frá mannauðs- og launastefnu SORPU.
Skrifstofa framkvæmdastjóra
|
Fjármálasvið
|
Endurvinnslustöðvar
|
Móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi
|
Góði hirðirinn
|
GAJA, urðunarstaður og gashreinsistöð í Álfsnesi
|
Markmið SORPU er að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar að hæft starfsfólk þar sem allir hafa jöfn tækifæri. Því markmiði er náð með því að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki ásamt því að veita tækifæri til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni þar sem starfsfólk þróast og dafnar í vinnuumhverfi sínu. SORPA vandar val á nýju starfsfólki og tekur vel á móti nýliðum. Við ráðningu er tekið mið af hæfni og reynslu umsækjenda út frá faglegu ráðningarferli sem byggist á því að finna rétta einstaklinginn í hvert starf. SORPA leggur áherslu á að tryggja fjölbreytileika og gæta jafnræðis, þar sem allir einstaklingar hjá fyrirtækinu fá jafna meðferð óháð kyni, kynhneigð, kynþætti, þjóðernisuppruna, aldri, trú eða öðrum félagslegum þáttum.
SORPA leggur áherslu á að skapa jákvæða menningu og gott starfsumhverfi með öflugri liðsheild þar sem samskipti einkennast af gildum SORPU sem eru frumkvæði, traust og samheldni. SORPA tryggir gott vinnuumhverfi sem styður við heilsu, ánægju og vellíðan starfsfólks, jafnt í starfi og einkalífi. SORPA býður upp á reglulegar heilsufarsmælingar, bólusetningar, líkamsræktarstyrk, samgöngustyrk og fræðslu um bæði andlega og líkamlega heilsu. SORPA stuðlar að jafnvægi milli vinnu og einkalífs ásamt því að leggja áherslu á góð samskipti, liðsheild og góðan starfsanda með það að markmiði að skapa jákvæða menningu og gott starfsumhverfi.
Þekkingarfyrirtækið SORPA leggur mikið upp úr stöðugri starfsþróun ásamt reglulegri og uppbyggilegri endurgjöf til starfsfólks. Lögð er áhersla á fjölbreytta fræðslu til þess að efla færni og þekkingu starfsfólks með markvissum hætti í þeim störfum sem þeim er falið að sinna. Hjá SORPU starfa öflugir stjórnendur með skýra framtíðarsýn í takt við markmið og gildi SORPU. Starfsfólk er hvatt til að sýna metnað og vilja til þess að efla sig og þróast í starfi sem er meðal annars rætt í reglubundnum samtölum milli stjórnenda og starfsfólks.