Í flokkinn mega fara allar stærri umbúðir úr plasti (PE-HD, PE-LD, PP-HD og PP-LD). Umbúðir eru allt efni sem notað er til að vernda, geyma, flytja, kynna eða auðkenna vöru og þær sem bera úrvinnslugjald.
Umbúðir þurfa að vera án tappa/loks, vera tómar og án þess að nokkur vökvi geti dropað úr þeim. Æskileg er að skola þær svo ekki komi ólykt við geymslu. Gott er að stafla saman eða draga úr umfangi á annan hátt til að nýta pláss sem best.
Í flokkinn mega fara allar stærri umbúðir úr plasti (PE-HD, PE-LD, PP-HD og PP-LD). Umbúðir eru allt efni sem notað er til að vernda, geyma, flytja, kynna eða auðkenna vöru og þær sem bera úrvinnslugjald.
Umbúðir þurfa að vera án tappa/loks, vera tómar og án þess að nokkur vökvi geti dropað úr þeim. Æskileg er að skola þær svo ekki komi ólykt við geymslu. Gott er að stafla saman eða draga úr umfangi á annan hátt til að nýta pláss sem best.
Efnið er pressað og baggað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU til að draga úr rúmmáli og síðan flutt til Svíþjóðar. Þar er plastið flokkað eftir tegundum og úr því er hægt að búa til nýja hluti úr plasti. Plast sem hentar ekki í endurvinnslu fer til orkuvinnslu.