Chat with us, powered by LiveChat

Flokkun frá fyrirtækjum

Fyrirtæki

Blandaðar plastumbúðir - heimilislegar

Í flokkinn mega fara allar plastumbúðir, bæði úr mjúku og hörðu plasti.
Athugið að leikföng sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum fara í raftækjagám á endurvinnslustöðvum.
Umbúðir þurfa að vera án tappa/loks, vera tómar og án þess að nokkur vökvi geti dropað úr þeim. Æskilegt er að skola þær svo ekki komi ólykt við geymslu. Gott er að stafla saman eða draga úr umfangi á annan hátt til að nýta pláss sem best.

Frauðplast (eps), stórt filmuplast og stærri plasthlutir eru flokkaðir sérstaklega og skilað á endurvinnslustöðvar.

Í flokkinn mega fara allar plastumbúðir, bæði úr mjúku og hörðu plasti.
Athugið að leikföng sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðum fara í raftækjagám á endurvinnslustöðvum.
Umbúðir þurfa að vera án tappa/loks, vera tómar og án þess að nokkur vökvi geti dropað úr þeim. Æskilegt er að skola þær svo ekki komi ólykt við geymslu. Gott er að stafla saman eða draga úr umfangi á annan hátt til að nýta pláss sem best.

Frauðplast (eps), stórt filmuplast og stærri plasthlutir eru flokkaðir sérstaklega og skilað á endurvinnslustöðvar.

Það er einnig tekið við plastumbúðum á endurvinnslustöðvum SORPU.

Hvað verður um efnið

Efnið er pressað og baggað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU til að draga úr rúmmáli og síðan flutt til Svíþjóðar. Þar er plastið flokkað eftir tegundum. Plasttegundirnar PET, LDPE, HDPE og PP (oftast merkt með númerunum 1, 2, 4 og 5 í endurvinnsluþríhyrningi) fara til endurvinnslu. Einnig samsett filma úr PP/PE. Plast af öðrum tegundum, s.s. PVC, PS og EPS og umbúðir sem eru lamineraðar, svartar eða samsettar úr fleiri en einni tegund plasts eru aðeins hæfar til orkuvinnslu þegar þær koma í bland við aðrar plasttegundir. Þær nýtast þá til varma- og rafmagnsframleiðslu í Svíþjóð.