Flokkun frá fyrirtækjum

Sláturúrgangur - 2. áhættuflokkur

​Í flokkinn fer sláturúrgangur og dýraleifar í 2. flokki skv. reglugerð nr. 674/2017. Hér er t.d. átt við sláturúrgang sem er með merki um alvarlega sjúkdóma, t.d. salmonellu, eða getur verið smitandi. Farmar mega ekki innihalda neitt annað.
Einungis er tekið á móti förmum að undangengnu samráði við Matvælastofnun og að fengnu leyfi staðarstjóra.
Heimilt er að hafna förmum sem ekki uppfylla kröfur móttökuskilmála. Sérstakt álagsgjald, 30% af gjaldi vegna farms, sem verður þó aldrei aldrei lægra en lágmarksgjald inn á urðunarstað, er lagt á ef úrgangur er ekki í samræmi við móttökuskilyrði.
Ekki er tekið við sláturúrgangi í 1. áhættuflokki.
Sjá nánari upplýsingar um flokkun í1.-3. flokk í fylgiskjali 1, 4. þætti reglugerðar.

​Í flokkinn fer sláturúrgangur og dýraleifar í 2. flokki skv. reglugerð nr. 674/2017. Hér er t.d. átt við sláturúrgang sem er með merki um alvarlega sjúkdóma, t.d. salmonellu, eða getur verið smitandi. Farmar mega ekki innihalda neitt annað.
Einungis er tekið á móti förmum að undangengnu samráði við Matvælastofnun og að fengnu leyfi staðarstjóra.
Heimilt er að hafna förmum sem ekki uppfylla kröfur móttökuskilmála. Sérstakt álagsgjald, 30% af gjaldi vegna farms, sem verður þó aldrei aldrei lægra en lágmarksgjald inn á urðunarstað, er lagt á ef úrgangur er ekki í samræmi við móttökuskilyrði.
Ekki er tekið við sláturúrgangi í 1. áhættuflokki.
Sjá nánari upplýsingar um flokkun í1.-3. flokk í fylgiskjali 1, 4. þætti reglugerðar.

Hvað verður um efnið

​Efnið er urðað í sér gróp og hulið samstundis á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.

„Viðskiptaskjal“ sem tilgreinir tegund efnis og áhættuflokk skal sent á netfangið DUrdunarstadur@sorpa.is og skal það vera undirritað og skilað rafrænt sem pdf. Starfsmenn á vigt skrá þyngd farmsins í viðkomandi skjal og senda staðfestingu á móttöku þess til úrgangseiganda.  

Óheimilt verður að urða lífrænan úrgang í Álfsnesi eftir 31. desember 2021.