Flokkun frá fyrirtækjum

Fyrirtæki

Sláturúrgangur - 2. áhættuflokkur til endurvinnslu

​Í flokkinn fer sláturúrgangur og dýraleifar í 2. flokki skv. reglugerð nr. 674/2017. Hér er  átt við sláturúrgang sem heimilt er að vinna í kjötmjöl og fitu, t.d. meltingarveg og innihald hans.  
Óheimilt er að taka á móti öðru efni í 2. áhættuflokki eða leyfum af dýrum með merki um alvarlega sjúkdóma, t.d. salmonellu, eða öðru sem getur verið smitandi. Farmar mega ekki innihalda neitt annað. 
Úrgangur skal afhentur í gámi sem uppfyllir kröfur reglugerðar nr. 674/2017 til flutnings á sláturúrgangi. Gámur skal skilinn eftir í Álfsnesi tilbúinn til flutnings og sóttur aftur í samráði við vigtarstarfsmann í Álfsnesi.
Efni skal berast sem ferskast og vera óskemmt og án aðskotahluta, s.s málma, plasts o.s.frv. Sjá nánari upplýsingar um flokkun í 1.-3. flokk í fylgiskjali 1, 4. þætti reglugerðar.​
Heimilt er að hafna förmum sem ekki uppfylla kröfur móttökuskilmála. Sérstakt álagsgjald, 30% af gjaldi vegna farms, sem verður þó aldrei lægra en lágmarksgjald inn á urðunarstað, er lagt á ef úrgangur og/eða afhending er ekki í samræmi við móttökuskilyrði.

Ekki er tekið við sláturúrgangi í 1. áhættuflokki.

​Í flokkinn fer sláturúrgangur og dýraleifar í 2. flokki skv. reglugerð nr. 674/2017. Hér er  átt við sláturúrgang sem heimilt er að vinna í kjötmjöl og fitu, t.d. meltingarveg og innihald hans.  
Óheimilt er að taka á móti öðru efni í 2. áhættuflokki eða leyfum af dýrum með merki um alvarlega sjúkdóma, t.d. salmonellu, eða öðru sem getur verið smitandi. Farmar mega ekki innihalda neitt annað. 
Úrgangur skal afhentur í gámi sem uppfyllir kröfur reglugerðar nr. 674/2017 til flutnings á sláturúrgangi. Gámur skal skilinn eftir í Álfsnesi tilbúinn til flutnings og sóttur aftur í samráði við vigtarstarfsmann í Álfsnesi.
Efni skal berast sem ferskast og vera óskemmt og án aðskotahluta, s.s málma, plasts o.s.frv. Sjá nánari upplýsingar um flokkun í 1.-3. flokk í fylgiskjali 1, 4. þætti reglugerðar.​
Heimilt er að hafna förmum sem ekki uppfylla kröfur móttökuskilmála. Sérstakt álagsgjald, 30% af gjaldi vegna farms, sem verður þó aldrei lægra en lágmarksgjald inn á urðunarstað, er lagt á ef úrgangur og/eða afhending er ekki í samræmi við móttökuskilyrði.

Ekki er tekið við sláturúrgangi í 1. áhættuflokki.

Hvað verður um efnið

​Efnið er flutt til endurvinnslu í Kjötmjölsverksmiðjunni Orkugerðin ehf, Heiðargerði 5, Selfossi, þar sem unnið er úr því kjötmjöl og fita.
„Viðskiptaskjal“ sem tilgreinir tegund efnis og áhættuflokk skal afhent Orkugerðinni rafrænt, starfsmenn Orkugerðarinnar skrá þyngd farmsins í viðkomandi skjal og staðfesta móttöku þess.  „Viðskiptaskjal“ er aðgengilegt úrgangseiganda og flutningsaðila hjá Orkugerðinni í gegnum vefaðgang.

Ef galli finnst ekki fyrr en eftir að efni er komið í síló Orkugerðarinnar skal sendandi greiða kostnað sem hlýst af gallanum.