Flokkun frá fyrirtækjum

Sérsafnaður lífrænn heimilisúrgangur

​Í flokkinn fer sérsafnaður lífrænn úrgangur frá rekstraraðilum og heimilum. Aðeins er tekið við úrgangi sem hefur verið flokkaður á upprunastað í þennan flokk. Úrgangurinn skal vera án aðskotaefna, s.s. plast, málma, gler, textíl eða önnur efni.

​Í flokkinn fer sérsafnaður lífrænn úrgangur frá rekstraraðilum og heimilum. Aðeins er tekið við úrgangi sem hefur verið flokkaður á upprunastað í þennan flokk. Úrgangurinn skal vera án aðskotaefna, s.s. plast, málma, gler, textíl eða önnur efni.

Hvað verður um efnið

​Efnið fer í gegnum forvinnslulínu GAJA. Efnið er svo flutt til GAJA þar sem það fer til gas- og moltugerðar.  Á meðan verið er að innleiða sérsöfnun á lífrænum úrgangi á höfuðborgarsvæðinu og lítið magn af sérsöfnuðu efni berst, verður ekki hægt að tryggja fullkominn aðskilnað sérsafnaða efnisins frá forunnu lífrænu efni úr almennum heimilisúrgangi.  Um leið og magn verður nægilegt verður efnistraumum haldið aðskildum til að tryggja gæði moltunnar frá GAJA.