Flokkun frá fyrirtækjum

Fyrirtæki

Forunninn almennur heimilisúrgangur

​​​Í flokkinn fer lífræni hluti heimilisúrgangs sem hefur verið forunninn þannig að lífræn efni hafa verið aðskilin frá aðskotahlutum, s.s. málmi og plasti.  Úrgangurinn má ekki innihalda spilliefni og skal vera mest < 80 mm bitastærð. Plastmengun skal ekki vera meiri en 2,0 kg/m3, aðskotahlutir s.s. steinefni ekki meira 5 kg/m3.

Efnið skal flutt í GAJA í sjálflosandi göngugólfsvögnum sem þurfa að vera búnir fjarstýrðri opnun á afturhlera. Stærð vagns, það er hæð og breidd, er einnig mikilvæg þar sem vagninn er umlukinn vindhlífum við losun og þarf að passa vel að þeim. Hæð vagns skal vera 4.050 mm ± 100 mm og breidd 2.500 mm ± 100 mm.​

​​​Í flokkinn fer lífræni hluti heimilisúrgangs sem hefur verið forunninn þannig að lífræn efni hafa verið aðskilin frá aðskotahlutum, s.s. málmi og plasti.  Úrgangurinn má ekki innihalda spilliefni og skal vera mest < 80 mm bitastærð. Plastmengun skal ekki vera meiri en 2,0 kg/m3, aðskotahlutir s.s. steinefni ekki meira 5 kg/m3.

Efnið skal flutt í GAJA í sjálflosandi göngugólfsvögnum sem þurfa að vera búnir fjarstýrðri opnun á afturhlera. Stærð vagns, það er hæð og breidd, er einnig mikilvæg þar sem vagninn er umlukinn vindhlífum við losun og þarf að passa vel að þeim. Hæð vagns skal vera 4.050 mm ± 100 mm og breidd 2.500 mm ± 100 mm.​

Hvað verður um efnið

Efnið fer til vinnslu í GAJA, gas- og jarðgerðastöð SORPU í Álfsnesi. Þar er úrgangnum blandað við stoðefni og við tekur gasgerðar- og jarðgerðarferli sem tekur um 12-16 vikur. Afurðirnar eru annars vegar molta og hins vegar vistvæna eldsneytið metan.