Flokkun frá fyrirtækjum

Fituríkur sláturúrgangur – meira en 20% fita, kornastærð < 60 mm

​​​Í flokkinn fer sláturúrgangur og dýraleifar í 3. áhættuflokki skv. reglugerð nr. 395/2012. Hér er átt við allan sláturúrgang af heilbrigðum dýrum og aðrar dýraleifar frá kjötvinnslum, mötuneytum, eldhúsum o.fl. Úrgangur skal afhentur í lausu. Farmar skulu innihalda að lágmarki 20% fitu og mega ekki innihalda neina aðskotahluti.

Dúnn og fiður mega ekki fara í þennan flokk né heldur bein, beinagarðar eða stykki stærri en 60 mm.

​​​Í flokkinn fer sláturúrgangur og dýraleifar í 3. áhættuflokki skv. reglugerð nr. 395/2012. Hér er átt við allan sláturúrgang af heilbrigðum dýrum og aðrar dýraleifar frá kjötvinnslum, mötuneytum, eldhúsum o.fl. Úrgangur skal afhentur í lausu. Farmar skulu innihalda að lágmarki 20% fitu og mega ekki innihalda neina aðskotahluti.

Dúnn og fiður mega ekki fara í þennan flokk né heldur bein, beinagarðar eða stykki stærri en 60 mm.

Hvað verður um efnið

​Tekið er á móti efninu í yfirbyggðri móttöku fyrir lyktarsterkan úrgang á urðunarstað SORPU í Álfsnesi. Efnið fer til framleiðslu á hágæða moltu og lífdísil.Sjá nánar um verkefnið hér.