Flokkun frá fyrirtækjum

Skrifstofupappír og hvítur afskurður

​Í flokkinn fer prent- og ljósritunarpappír sem ekki ber úrvinnslugjald. Einnig hvítur afskurður frá prentsmiðjum o.þ.h. Hefti og smærri gormar mega fara með.
Ekki er tekið á móti trúnaðarskjölum sérstaklega til eyðingar en skjöl og tætt skjöl mega fara með blönduðum pappír eða skrifstofupappír. Fjarlægja ber aðskotahluti, t.d. plast, sem rýrir endurvinnslugildi efnisins.

​Í flokkinn fer prent- og ljósritunarpappír sem ekki ber úrvinnslugjald. Einnig hvítur afskurður frá prentsmiðjum o.þ.h. Hefti og smærri gormar mega fara með.
Ekki er tekið á móti trúnaðarskjölum sérstaklega til eyðingar en skjöl og tætt skjöl mega fara með blönduðum pappír eða skrifstofupappír. Fjarlægja ber aðskotahluti, t.d. plast, sem rýrir endurvinnslugildi efnisins.

Hvað verður um efnið

Efnið er pressað og baggað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi til að draga úr rúmmáli. Það er síðan flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu.
Úr endurunnum pappír er t.d. framleiddur salernispappír, eldhúspappír og dagblaðapappír.