Í flokkinn fara bílrúður án aðskotahluta.
Í flokkinn fara bílrúður án aðskotahluta.
Efnið má mala niður og nota sem fyllingarefni við framkvæmdir og nýtist þá með sama hætti og möl. Þannig má draga úr námugreftri og áhrifum slíkra framkvæmda á umhverfið, auk þess sem dregið er úr kostnaði.
Efninu er haldið til haga á urðunarstað SORPU í Álfsnesi og er m.a. notað við vegaframkvæmdir þar og verður mögulegt fyllingarefni undir Sundabrautina þegar þar að kemur.