Úrgangur frá sorphirðu (sorptunnan) og sambærilegt frá rekstraraðilum
Í flokkinn fara matarleifar og annar lífrænn úrgangur og úrgangur sem ekki fellur undir aðra flokka. Dæmi um slíkan úrgang eru; bleiur, gæludýraúrgangur, ryksugupokar og annað sambærilegt. Flokka skal pappír, pappa, plast, málma, textíl, gler og önnur endurvinnsluefni í þar til gerða farvegi. Aldrei má setja textíl, gler, spilliefni, raftæki eða lyf í þennan flokk.
Úrgangur frá sorphirðu (sorptunnan) og sambærilegt frá rekstraraðilum
Í flokkinn fara matarleifar og annar lífrænn úrgangur og úrgangur sem ekki fellur undir aðra flokka. Dæmi um slíkan úrgang eru; bleiur, gæludýraúrgangur, ryksugupokar og annað sambærilegt. Flokka skal pappír, pappa, plast, málma, textíl, gler og önnur endurvinnsluefni í þar til gerða farvegi. Aldrei má setja textíl, gler, spilliefni, raftæki eða lyf í þennan flokk.
Efnið fer í gegnum forvinnslulínu GAJA í móttökustöð. Þar eru pokar opnaðir og efnið sent í gegnum segulskiljur, sigti og vindskiljur. Það efni sem sigtast frá er fyrst og fremst lífræni hluti úrgangsins og er hann sendur til GAJA í gas- og moltugerð.
Annað efni sem er skilið frá lífrænum úrgangi í ferlinu fer í endurnýtingu eða urðun eftir því sem við á.