2. maí 2022

Umhverfisskýrsla SORPU 2021

Umhverfisskýrsla SORPU, grænt bókhald, fyrir árið 2021 er nú aðgengileg á vefnum. Í skýrslunni er fjallað um niðurstöður umhverfisbókhalds SORPU, s.s. notkun hráefna í starfseminni, orku- og vatnsnotkun, eldsneytisnotkun og fleira. Einnig er fjallað um kolefnisspor SORPU og þau verkefni sem farið var í á árinu til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni.

Helstu niðurstöður

  • Heildarúrgangsmagn sem móttekið var hjá SORPU árið 2021 dróst saman um 6,2% frá fyrra ári og var alls tekið við 198.936 tonnum.
  • Endurnýtingarhlutfall úrgangs var 57,0%.
  • Í heildina dróst áætluð losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar saman um rúmlega 6.300 tonn CO 2 -ígilda. Er það fyrst og fremst að þakka minni urðun lífúrgangs til samanburðar við fyrra ár.

Hér má nálgast skýrsluna.

Nýjustu fréttir