Chat with us, powered by LiveChat
28. maí 2025

Góði hirðirinn og jazzþorpið í Garðabæ

2.717.310 krónur söfnuðust til styrktar Krafts yfir Jazzþorpshelgina.

Jazzþorpið í Garðabæ fór fram á Garðatorgi í maí og var þá torginu breytt í ævintýraheim með vel völdum húsgögnum og smámunum frá Góða hirðinum. Tónlistarviðburðir, matur og drykkur sem og listamenn að störfum í fallegu umhverfi skapaði einstaka stemningu. Allir munir voru til sölu til styrktar Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Einnig gáfu Trefjar heitan pott sem boðinn var upp í Jazzþorpinu.

Nú hefur það fé sem safnaðist með sölu á húsgögnum og smáhlutum úr Góða hirðinum verið afhent Krafti, en alls söfnuðust 2.717.310 krónur yfir Jazzþorpshelgina.

Ómar Guðjónsson listrænn stjórnandi Jazzþorpsins, Ruth Einarsdóttir rekstrarstóri Góða hirðisins og Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar afhentu Krafti styrkinn en það var Sólveig Ása Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krafts sem veitti honum viðtöku. Sólveig Ása afhenti hópnum gjafapoka í þakklætisskyni sem innihélt Lífið er núna-húfu.

Nýjustu fréttir