27. apríl 2023

Gleðilega plokkhelgi!

Stóri plokkdagurinn verður haldin sunnudaginn 30. apríl næst komandi og það verður í sjötta sinn sem dagurinn er haldin hátíðlegur. Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á samfélagsmiðinum Facebook þar sem átta þúsund meðlimir deila myndum af sínu plokki og sinni útivist.

Stóri Plokkdagurinn er dagur okkar allra. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama. Hvetjum sveitarfélögin okkar til að taka þátt, hvetjum vinnustaðinn okkar til að taka þátt, vinnufélaga, skólafélaga og nágrannana í götunni.

Allir plokkarar eru velkomnir á endurvinnslustöðvar SORPU sem eru víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Við verðum með opið til klukkan 16:00 á sunnudag.

Munið eftir glæru pokunum! Gott er að flokka plastið frá ef mögulegt er og reyna að koma því í endurvinnslu.

Nýjustu fréttir