Chat with us, powered by LiveChat
Sléttur pappi

Sléttur pappi

Sléttur pappi er til dæmis mjólkurfernur, djúsfernur, kassar utan af morgunkorni og fleira.

Best er að pressa pappann saman til að spara pláss í tunnunni. Til að hægt sé að endurvinna efnið með sem bestum hætti er gott að fjarlægja aðskotahluti, til dæmis plast eða matarleifar, sem rýra endurvinnslugildi efnisins.

Plasttappar mega þó fara með fernum og ekki þarf að rífa plastglugga eða límrönd af umslögum. Hefti, bréfaklemmur og smærri gormar mega fara með.

Sléttur pappi er til dæmis mjólkurfernur, djúsfernur, kassar utan af morgunkorni og fleira.

Best er að pressa pappann saman til að spara pláss í tunnunni. Til að hægt sé að endurvinna efnið með sem bestum hætti er gott að fjarlægja aðskotahluti, til dæmis plast eða matarleifar, sem rýra endurvinnslugildi efnisins.

Plasttappar mega þó fara með fernum og ekki þarf að rífa plastglugga eða límrönd af umslögum. Hefti, bréfaklemmur og smærri gormar mega fara með.

Ertu með meira en 2 m3?

Það er líka tekið við sléttum pappa í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi.

Hvað verður um efnið

Efnið er baggað í móttöku-og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Það er síðan flutt til móttökuaðila erlendis til endurvinnslu, sem nær um 90% endurvinnsluhlutfalli á pappír og pappa. Sá hluti efnisins sem ekki er hægt að endurvinna er nýttur til orkuvinnslu.

Úr endurunnum pappír og pappa er hægt að búa til ýmiskonar pappavörur.