Sléttur pappi

Sléttur pappi

Sléttur pappi er til dæmis mjólkurfernur, djúsfernur, kassar utan af morgunkorni og fleira.

Best er að pressa pappann saman til að spara pláss í tunnunni. Til að hægt sé að endurvinna efnið með sem bestum hætti er gott að fjarlægja aðskotahluti, til dæmis plast eða matarleifar, sem rýra endurvinnslugildi efnisins.

Plasttappar mega þó fara með fernum og ekki þarf að rífa plastglugga eða límrönd af umslögum. Hefti, bréfaklemmur og smærri gormar mega fara með.

Sléttur pappi er til dæmis mjólkurfernur, djúsfernur, kassar utan af morgunkorni og fleira.

Best er að pressa pappann saman til að spara pláss í tunnunni. Til að hægt sé að endurvinna efnið með sem bestum hætti er gott að fjarlægja aðskotahluti, til dæmis plast eða matarleifar, sem rýra endurvinnslugildi efnisins.

Plasttappar mega þó fara með fernum og ekki þarf að rífa plastglugga eða límrönd af umslögum. Hefti, bréfaklemmur og smærri gormar mega fara með.

Ertu með meira en 2 m3?

Það er líka tekið við sléttum pappa í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi.

Hvað verður um efnið

Efnið er pressað og baggað í móttöku-og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi til að draga úr rúmmáli. Það er síðan flutt til STENA í Svíþjóð til frekari flokkunar, flokkunin samanstendur af bylgjupappa, sléttum pappír/dagblöðum og fernum/rakaþolnum pappaumbúðum sem fer svo til sértækrar endurvinnslu. Eftir flokkunina sendir STENA fernurnar til Fiskeby þar sem fernurnar eru endurunnar.

Úr endurunnum pappír og pappa er t.d. framleiddur salernispappír, eldhúspappír, dagblaðapappír og karton sem notað er til að búa til nýjar umbúðir.