Pressið umbúðirnar vel saman. Það sparar pláss og dregur úr akstri. Bylgjupappinn má vera áprentaður, plasthúðaður og litsterkur. Límbönd og hefti mega fylgja. Fjarlægja ber aðskotahluti, t.d. plast eða matarleifar, sem rýra endurvinnslugildi efnisins.
Athugið að á endurvinnslustöðvum er bylgjupappi flokkaður í sérstaka gáma og haldið aðskildum frá öðrum pappír og pappaumbúðum.
Pressið umbúðirnar vel saman. Það sparar pláss og dregur úr akstri. Bylgjupappinn má vera áprentaður, plasthúðaður og litsterkur. Límbönd og hefti mega fylgja. Fjarlægja ber aðskotahluti, t.d. plast eða matarleifar, sem rýra endurvinnslugildi efnisins.
Athugið að á endurvinnslustöðvum er bylgjupappi flokkaður í sérstaka gáma og haldið aðskildum frá öðrum pappír og pappaumbúðum.
Það er líka tekið við bylgjupappa í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi.
Efnið er baggað í móttöku-og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Það er síðan flutt til móttökuaðila í Evrópu til endurvinnslu.