23. júní 2023

Metanframleiðsla og -gæði að aukast

SORPA hefur undanfarnar vikur ekki fyllilega geta mætt eftirspurn eftir metangasi. Maímánuður var söluhæsti mánuður SORPU á metangasi frá upphafi, sem dugði samt ekki til að mæta aukinni eftirspurn. Þá hafa gæði gassins dalað nokkuð úr um 95% niður í 90%.

Síðustu daga hefur framleiðsla SORPU á gasi hins vegar aukist nægilega mikið til að geta tryggt olíufélögunum á höfuðborgarsvæðinu nógu mikið gas til að tryggja að ekki verði rof í þjónustu þeirra. Gæði gassins hafa á sama tíma aukist í rúmlega 92%.

Á næstu vikum hefst borun í urðunarstaðinn í Álfsnesi til að auka söfnun á gasi. Með því verður tryggt að SORPA geti afhent viðskiptavinum sínum það metangas sem þeir þurfa um komandi ár.

Nýjustu fréttir