8. maí 2024

Móttaka garðaúrgangs í Kópavogi um helgar verður á gamla Gustssvæðinu

Móttaka garðaúrgangs í Kópavogi á gamla Gustssvæðinu opnar 11. maí.

Viðskiptavinum endurvinnslustöðvar SORPU við Dalveg, sem hyggjast skila trjágreinum, garðaúrgangi og mold um helgar í sumar, verður beint á nýjan móttökustað á gamla Gustsvæðinu. Keyrt er inn á svæðið frá Arnarnesvegi fyrir ofan Lindarhverfi.

Starfsmenn okkar taka vel á móti viðskiptavinum á nýja staðnum sem er rúmgóður, með góðu aðgengi.

Verið velkomin allar helgar í sumar.

Opnunartími er laugardaga og sunnudaga frá kl. 12.00 - 18.30.

Á virkum dögum verður tekið við garðaúrgangi á endurvinnslustöðinni við Dalveg 1.

Nýjustu fréttir