Sækja um viðskiptakort

Viðskiptavinir sem eru í reglulegum viðskiptum geta sótt um lánsviðskipti í formi viðskiptakorts. Þá greiða viðskiptavinir mánaðarlega úttekt eftir á, samkvæmt reikningi.

Ef lánsviðskiptin eru samþykkt er útbúið kort fyrir viðskiptavin sem hann fær til afnota og ber ábyrgð á. Verð á viðskiptakorti er 1.000 kr.

Viðskiptakort er hægt að nota á endurvinnslustöðvum, móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi, Bolaöldum og í gas- og jarðgerðarstöð og urðunarstað í Álfsnesi.

Afgreiðsla viðskiptakorta getur tekið 3 - 4 virka daga.​

SKILMÁLAR

 1. UMSÓKN - SAMÞYKKI
  Undirritun viðskiptamanns á umsókn um viðskiptakort við SORPU b.s. er um leið staðfesting hans á því, að hann muni hlíta þeirri gjaldskrá og þeim viðskiptaskilmálum sem gilda hjá SORPU á hverjum tíma. Umsóknir fyrirtækja, stofnana og félaga skulu undirritaðar af þeim, sem rétt hafa til að skuldbinda umsækjandann. SORPA getur krafist þess, að viðskiptamaður setji tryggingar fyrir greiðslu gjalds fyrir móttöku úrgangs. Greiða skal fyrir viðskiptakort. Ef örgjörvi korts er óvirkur skal skila kortinu á skrifstofu SORPU og nýtt kort verður gefið út án endurgjalds.
 2. NOTKUN KORTS
  Með notkun korts er losun úrgangs, tegund og þyngd staðfest í viðskiptakerfi SORPU bs. Á grundvelli þessara upplýsinga er gerður reikningur á viðkomandi viðskiptamann.
 3. GJALDDAGI GREIÐSLU
  SORPA sendir viðskiptamönnum greiðsluseðil/reikninga eigi síðar en 10. hvers mánaðar vegna móttöku úrgangs í fyrra mánuði. Gjalddagi reiknings er útgáfudagur hans. Eindagi reiknings er síðasti virki dagur mánaðar eftir gjalddaga reiknings. Ef reikningur greiðist ekki innan eindaga, reiknast hæstu lögleyfðu dráttarvextir eins og þeir eru ákveðnir af Seðlabanka Íslands á hverjum tíma, frá gjalddaga reiknings.
 4. ATHUGASEMDIR VIÐ REIKNINGA
  Hafi viðskiptamaður ahugasemd við útsendan reikning skv. lið 3, skal hann án tafar tilkynna um það til skrifstofu SORPU og gera grein fyrir athugasemdum sínum. Verði aðilar ekki á eitt sáttir, getur SORPA girt fyrir frekari afnot af viðskiptakorti viðkomandi viðskiptamanns uns mál er til lykta leitt, eða ákveðið óbreytta notkun kortsins, þótt ágreiningur um einstakan reikning sé óleystur, enda standi viðskiptamaður í skilum með aðrar greiðslur.
 5. LOK VIÐSKIPTA
  Viðskiptamaður getur sagt upp samningi um notkun viðskiptakorts án fyrirvara. Uppsögn skal vera skrifleg, nema viðskiptaskorti sé skilað til SORPU. Greiði viðskiptamaður ekki útsenda reikninga vegna viðskipta sinna og sinni ekki greiðslutilmælum, getur SORPA einhliða og án frekari fyrirvara girt fyrir áframhaldandi notkun viðskiptakorts hans. Ef viðskiptamaður verður uppvís um misnotkun viðskiptakorts er án fyrirvara girt fyrir notkun kortsins. Stjórn SORPU getur jafnan ákveðið einhliða að hætta eða breyta skilmálum um notkun viðskiptakorta.
 6. GLATAÐ EÐA SKEMMT KORT - ÁBYRGÐ VIÐSKIPTAMANNS
  Viðskiptamaður, sem fengið hefur viðskiptakort, ber ábyrgð á notkun þess og greiðslum fyrir móttöku alls úrgangs, sem afhentur er SORPU með framvísun kortsins. Glatist kort eða skemmist, skal rétthafi þess tilkynna það strax til skrifstofu SORPU í tölvupósti eða á annan tryggan hátt, til þess að firra sig frekari ábyrgð á notkun þess. Sækja þarf sérstaklega um nýtt viðskiptakort. Greiða skal fyrir viðskiptakort við endurútgáfu.
Umsókn hefur verið móttekin, takk fyrir! Senda aðra umsókn