22. nóvember 2022

Gjaldskrá SORPU frá 1. janúar 2023

Gjaldskrá SORPU tekur breytingum 1. janúar 2023. Gjaldskrána má nálgast hér á Excel-formi, með fyrirvara um villur. Ef munur er á meðfylgjandi skjali og gjaldskrá á viðkomandi móttökustað gildir gjaldskráin á viðkomandi móttökustað.

Athugið að verð á tilteknum endurvinnsluefnum í móttöku- og flokkunarstöð geta tekið fyrirvaralausum breytingum vegna mikilla hreyfinga á verði endurvinnsluefna á mörkuðum erlendis.

Gjaldskrárliðir eru endurreiknaðir og aukast tekjur SORPU sem nemur um 6% til að mæta samsvarandi auknum kostnaði vegna hækkandi launa, bættrar úrgangsmeðhöndlunar auk annarra vísitölutengdra þátta í rekstri. Gott jafnvægi er komið á rekstur SORPU bs. og endurspeglast það í rekstraráætluninni.

Gjaldskrá fyrir Bolaöldur verður birt síðar.

Rekstraráætlun SORPU bs., fyrir árin 2023 – 2027 var samþykkt á stjórnarfundi þann 29.
september 2022. Í henni endurspeglast að SORPA bs. hefur stigið stórt og framsýnt skref með vinnslu lífræns úrgangs í gas- og jarðgerðarstöðinni GAJA. Með því er stefnt í áttina að aukinni sjálfbærni, stutt við markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi og gegnir GAJA mikilvægu hlutverki í að innleiða hringrásarhagkerfið á Íslandi.

Stór skref hafa verið tekin á undaförnum árum til að bæta úrgangsmeðhöndlun og verður haldið áfram á þeirri braut á komandi árum. Stefnt er á að útflutningur á brennanlegum úrgangi til orkuvinnslu hefjist í einhverjum mæli á árinu 2023. Einnig er stefnt að auknu hlutfalli endurnotkunar með stækkun Góða hirðisins.

Nýjustu fréttir