28. október 2022

Gjaldskrárbreyting í móttöku- og flokkunarstöð

Vegna verðbreytinga á heimsmarkaði með pappír og pappa til endurvinnslu er nauðsynlegt að gera breytingar á gjaldskrá SORPU. Ástæða þessara breytinga er fyrst og fremst veruleg verðlækkun á endurvinnslumörkuðum erlendis vegna verulegra hækkana á orkuverði í Evrópu. Í kjölfar þessara breytinga hefur eftirspurn eftir pappír og pappa til endurvinnslu minnkað til muna.

Eftirfarandi breytingar taki gildi frá og með 7. nóvember 2022:

Nr.  Flokkur Nýtt verð Var áður
kr/kg án vsk kr/kg með vsk
1401520210 Afskurður - bylgjupappi 14 17,36 Gjaldfrjálst
1402320210 Afskurður - sléttur pappi 15 18,6 Gjaldfrjálst
1401920210 Blanda af pappír og umbúðum úr sléttum pappa og bylgjupappa 5 6,2 Gjaldfrjálst
1401415210 Bylgjupappi umbúðir 0 0 Gjaldfrjálst
1402220210 Dagblöð og tímarit 15 18,6 7,42
1401820210 Skrifstofupappír 15 18,6 Gjaldfrjálst
1401715210 Umbúðir úr sléttum pappa 5 6,2 Gjaldfrjálst

Nýjustu fréttir