Ónothæfur textíll

Ónothæfur textíll

Föt og klæði mega vera rifin eða slitin þar sem þau nýtast þá til endurvinnslu. Ónothæfur textíll flokkast með öðrum textíl.

Föt og klæði mega vera rifin eða slitin þar sem þau nýtast þá til endurvinnslu. Ónothæfur textíll flokkast með öðrum textíl.

Hvað verður um efnið

Föt og klæði nýtast til hjálparstarfs á vegum Rauða kross Íslands. Sjálfboðaliðar flokka þau og svo eru þau gefin til þeirra sem á þurfa að halda, bæði hérlendis og erlendis. Hluti þeirra er einnig seldur til fataflokkunarstöðvar í Hollandi eða í verslunum Rauða krossins.

Allur ágóði af sölu á notuðum fatnaði rennur í hjálparsjóð sem nýtist til alþjóðlegs hjálparstarfs.

Slitið klæði nýtist einnig en það er endurunnið og úr því framleiddar tuskur og teppi, svo eitthvað sé nefnt.