Flísar flokkast sem steinefni frá framkvæmdum.
Farmar mega ekki innihalda annað efni í einhverju magni, t.d. timbur, plast, málma o.s.frv.
Hægt er að skila nothæfu efni á svæði Efnismiðlunar sem er á öllum endurvinnslustöðvum SORPU.
Flísar flokkast sem steinefni frá framkvæmdum.
Farmar mega ekki innihalda annað efni í einhverju magni, t.d. timbur, plast, málma o.s.frv.
Hægt er að skila nothæfu efni á svæði Efnismiðlunar sem er á öllum endurvinnslustöðvum SORPU.
Það er líka tekið við steinefnum frá framkvæmdum á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.
Af hverju er gjaldskylda á sumum úrgangsflokkum?
Íbúar greiða fyrir losun úrgangs frá daglegum heimilisrekstri í gegnum sorphirðugjöld. Úrgangur frá framkvæmdum fellur ekki þar undir og því greiða íbúar fyrir hann við losun á endurvinnslustöð.
Rekstraraðilar hafa ekki greitt sorphirðugjöld til sveitarfélaga og greiða því fyrir losun flestra úrgangstegunda.
Efnið má nota sem fyllingarefni við framkvæmdir og nýtist þá með sama hætti og möl. Þannig má draga úr námugreftri og áhrifum slíkra framkvæmda á umhverfið, auk þess sem dregið er úr kostnaði.
Efninu er haldið til haga á urðunarstað SORPU í Álfsnesi og er m.a. notað við vegaframkvæmdir þar og verður mögulegt fyllingarefni undir Sundabrautina þegar þar að kemur.