Endurvinnslustöð

Urðunarstaður

162, Álfsnes

Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er stærsti og þróaðasti urðunarstaður landsins. Þangað er fluttur úrgangur til urðunar sem og ýmis annar úrgangur til endurnýtingar, t.d. steinefni.

Úrgangsflokkar sem tekið er við

Móttökuskilmálar

  • Úrgangur skal vera flokkaður við skil á urðunarstað í samræmi við móttökuskilyrði.
  • Viðskiptavinir greiða fyrir úrgang eftir þyngd (kr/kg), samkvæmt gjaldskrá.
  • Sérstakt álagsgjald, 30% af gjaldi vegna farms, að lágmarki 57.971 kr., er lagt á ef úrgangur og/eða afhending er ekki í samræmi við móttökuskilyrði.

  • Tekið er við úrgangi gegn staðgreiðslu eða gegn framvísun viðskiptakorts. Afgreiðslugjald á urðunarstað í Álfsnesi er að lágmarki 4.566 ​kr. með vsk.
  • Fyrir reglubundin viðskipti er hægt að sækja um viðskiptakort.

Afgreiðsluferli

  1. ​Við komu á urðunarstað SORPU er farið yfir vigt þar sem starfsmaður urðunarstaðar tekur á móti viðskiptavini.
  2. Viðskiptavini ber að veita upplýsingar um eðli og uppruna úrgangs.
  3. Starfsmaður SORPU fylgir eða leiðbeinir viðskiptavini á losunarstað og staðfestir flokkun.
  4. Á leiðinni út er aftur farið yfir vigt og gengið frá greiðslu.