24. janúar 2024

Nýtt og snjallara hlutverk grenndarstöðva

Grenndarstöðvar SORPU og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu munu á næstu vikum fá nýtt og snjallara hlutverk. Skynjarar verða settir í alla grenndargáma til að tryggja tímanlega losun, og málmumbúðum og gleri verður safnað á öllum grenndarstöðvum.

Tímalína breytinga

Áætlað er að innleiðing á snjallgámum á grenndarstöðvum hefjist 30. janúar og standi yfir næstu vikur:

Kópavogur, Garðabær og Mosfellsbær: Vikur 5-6

Hafnarfjörður: Vika 7

Reykjavík: Vikur 8-10

Smelltu hér til að sjá hvaða grenndarstöð er næst þér og hvaða flokkar eru á henni (virkar best í síma)

Litlar og stórar grenndarstöðvar

Við heimili eru nú þegar tunnur fyrir matarleifar, blandað rusl, plast, og pappír og pappa.

Grendarstod-litil

Gámar fyrir gler, málmumbúðir, og flöskur og dósir verða á öllum grenndarstöðvum sem staðsettar verða í hverfum í nálægð við heimilin. Þessar stöðvar kallast litlar grenndarstöðvar, og verða þær um 50 á höfuðborgarsvæðinu.

Gámar fyrir gler, málmumbúðir, flöskur og dósir, textíl, pappír og pappa, og plast verða á stórum grenndarstöðvum sem verða í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Stórar grenndarstöðvar verða um 40 á höfuðborgarsvæðinu.

grenndarstod-stor

Textíl verður auk þess safnað á öllum grenndarstöðvum á komandi misserum. Núna er textílsöfnun á forræði Rauða krossins og ólík eftir grenndarstöðvum.

Með þessu er tryggt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti losað sig við helstu tegundir af rusli í sínu hverfi og nærumhverfi.

Takk fyrir að flokka!

Nýjustu fréttir