21. nóvember 2022

Lengdur afgreiðslutími á endurvinnslustöðinni við Sævarhöfða og lágmarks- og eftirlegugjald tekið upp í móttöku- og flokkunarstöð frá 1. janúar 2023

Lengdur afgreiðslutími á endurvinnslustöðinni við Sævarhöfða og lágmarks- og eftirlegugjald tekið upp í móttöku- og flokkunarstöð frá 1. janúar 2023

Frá og með 1. janúar 2023 verður að lágmarki rukkað fyrir 150 kíló af þeim úrgangsflokki sem viðskiptavinir móttöku- og flokkunarstöðvar SORPU skila til hennar. Þetta þýðir að viðskiptavinir sem koma með léttari farma en 150 kíló í Móttöku- og flokkunarstöðina þurfa að greiða gjald sem samsvarar gjaldi fyrir 150 kílóa af farmi þeim flokki.

Tilgangur breytinganna er að bæta þjónustu við alla viðskiptavini SORPU og stuðla að bættri flokkun. Móttöku- og flokkunarstöðin í Gufunesi er fyrst og fremst hugsuð fyrir viðskiptavini með stærri farma, svo sem sorphirðubíla sem skila nokkrum tonnum af úrgangi í hverri losun og aðra rekstraraðila.

Samhliða þessu verður opnunartími endurvinnslustöðvar SORPU við Sævarhöfða lengdur og stöðin opin frá 09:00 að morgni á virkum dögum frá 1. janúar 2023. Viðskiptavinum móttöku- og flokkunarstöðvar sem alla jafna koma með minni farma en 150 kíló er bent á að nýta sér þjónustu endurvinnslustöðva SORPU.

Þessu til viðbótar verður álagsgjald móttöku- og flokkunarstöðvar lagt á innveginn farm ef viðskiptavinur hefur ekki yfirgefið stöðina 15 mínútum eftir að auglýstum afgreiðslutíma hennar lýkur. Sunnudagsálag verður óbreytt.

Fleiri fréttir