21. nóvember 2022

150 kg lágmarksgjald í móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi – morgunopnun á Sævarhöfða

150 kg lágmarksgjald hefur verið tekið upp í móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi. Þá hefur opnunartími endurvinnslustöðvarinnar á Sævarhöfða verið lengdur á virkum dögum og er nú opið frá klukkan 9:00-18:30 mánudaga til föstudaga. Opnunartími um helgar á Sævarhöfða er eins og fyrr frá klukkan 12:00-18:30.

Frá og með 1. janúar 2023 verður lágmarksgjald í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi sem jafngildir kostnaði við skil á 150 kílóum af óflokkuðum úrgangi. Tilgangur lágmarksgjaldsins er að bæta þjónustu við alla viðskiptavini SORPU og stuðla að bættri flokkun.

Móttöku- og flokkunarstöðin í Gufunesi er fyrst og fremst hugsuð fyrir viðskiptavini með stærri farma, svo sem sorphirðubíla sem skila nokkrum tonnum af úrgangi í hverri losun og aðra rekstraraðila.

Samhliða þessu verður opnunartími endurvinnslustöðvar SORPU við Sævarhöfða lengdur og er stöðin opin frá 09:00 að morgni á virkum dögum. Viðskiptavinum móttöku- og flokkunarstöðvar sem alla jafna koma með minni farma er bent á að nýta sér þjónustu endurvinnslustöðva SORPU.

Þessu til viðbótar verður álagsgjald móttöku- og flokkunarstöðvar lagt á innveginn farm ef viðskiptavinur hefur ekki yfirgefið stöðina 15 mínútum eftir að auglýstum afgreiðslutíma hennar lýkur. Sunnudagsálag verður óbreytt.

Gjaldskrá móttöku- og flokkunarstöðvar

Nýjustu fréttir