30. desember 2022

Hvað á að gera við flugeldarusl?

Flugeldarusli á að skila á endurvinnslustöðvar SORPU sem opna mánudaginn 2. janúar. Flugeldarusl á ekki að fara í tunnu fyrir almennt sorp. Sama með ósprungna flugelda, sem flokkast sem spilliefni. Þá flokkast stjórnuljós sem málmar.

Á nýársdag og 2. janúar verða gámar fyrir flugeldarusl á vegum Reykjavíkurborgar við eftirfarandi hverfastöðvar:

  • Jafnasel
  • Fiskislóð
  • Svarthöfða
  • Kjalarnes

Látum flugeldarusl ekki grotna niður og verða að drullu og sóðaskap. Leir sem er notaður í botninn á skottertum gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu.

Takk fyrir að flokka og gleðilegt nýtt ár.

Nýjustu fréttir