27. júlí 2023

Grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu boðnar út

SORPA vinnur að útboði á umhirðu grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu, leigu og losun á gámum fyrir plast, pappa, málma og gler. Fjölga á grenndarstöðvum og bæta við gámum fyrir málma og gler, sem nú skal flokka sérstaklega frá öðrum úrgangi. Einnig á að tryggja að yfirfallsstöðvar fyrir plast og pappa séu fyrir hendi í öllum hverfum til að mæta auknu álagi og að gámar fyrir textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir séu til staðar á flestum grenndarstöðvum. Þetta er gert til að fylgja nýjum hringrásarlögum og mæta kröfum um aukna flokkun og breytta sorphirðu, en ekki síst til að svara kalli íbúa svæðisins um bætta þjónustu, skilvirkara og öflugra kerfi.

Gerð verður sú krafa að nýir gámar verði útbúnir sérstökum skynjurum sem geta mælt og tilkynnt, með skilvirkum hætti, hvenær gámur er fullur og tími til kominn að tæma hann. Þetta innbyggða eftirlitskerfi á að tryggja tímabæra losun og almennt hreinlæti. Útboðið fer í auglýsingu á morgun, föstudaginn 28. júlí og tilboð verða opnuð í lok ágúst. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér tilboðið er bent á utbodsvefur.is.

Nýja flokkunakerfið og fjölgun grenndarstöðva er stórt skref í innleiðingu hringrásarhagkerfis og mikilkvægt umhverfis- og loftlagsmál - og því brýnt að vel til takist.

Nýjustu fréttir