Plast með skilagjaldi

Plast með skilagjaldi

Endurvinnslan hf. er með móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir á fjórum endurvinnslustöðvum SORPU.

Í Ánanaustum, Breiðhellu og Jafnaseli er vélræn flokkun og talning. ​Ekki þarf að flokka umbúðir eftir tegund né telja þær en umbúðir þurfa hins vegar að vera óbeyglaðar svo að flokkunarvélin þekki þær.

Í Blíðubakka þurfa umbúðir að vera flokkaðar eftir tegund og taldar, en þær mega vera beyglaðar. Leyfilegt er að koma með hámark 1.000 einingar í hverri afgreiðslu.

Á öllum endurvinnslustöðvum SORPU eru Grænir skátar með gáma fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir og fer þá ágóðinn í styrktarsjóð þeirra.

Endurvinnslan hf. er með móttöku fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir á fjórum endurvinnslustöðvum SORPU.

Í Ánanaustum, Breiðhellu og Jafnaseli er vélræn flokkun og talning. ​Ekki þarf að flokka umbúðir eftir tegund né telja þær en umbúðir þurfa hins vegar að vera óbeyglaðar svo að flokkunarvélin þekki þær.

Í Blíðubakka þurfa umbúðir að vera flokkaðar eftir tegund og taldar, en þær mega vera beyglaðar. Leyfilegt er að koma með hámark 1.000 einingar í hverri afgreiðslu.

Á öllum endurvinnslustöðvum SORPU eru Grænir skátar með gáma fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir og fer þá ágóðinn í styrktarsjóð þeirra.

Hvað verður um efnið

Endurvinnslan hf. tekur við skilagjaldsskyldum umbúðum sem berast til SORPU og baggar áldósir og plastumbúðir í pressum. Umbúðirnar eru svo fluttar erlendis til endurvinnslu. Framleiðsla úr endurunnum áldósum eru t.d. nýjar áldósir og úr gömlu plastflöskunum er framleidd polyester ull – efni sem nýtist í fataiðnaði, teppaframleiðslu o.fl. Flísföt eru þekktasta afurðin.

Glerflöskur eru muldar og nýtast sem undirstöðuefni í landmótun á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.

Greitt er 20 krónur fyrir hverja flösku eða dós.