Matarolía

Matarolía

Við erum að hefja sérsöfnun á matarolíu á endurvinnslustöðvum SORPU. Öll olía og feiti býr yfir orku sem hægt er að endurnýta: steikingarolía, afgangar í ostakrukkum, djúpsteikingarfeiti, smjör og tólg.

Besti kosturinn er að safna olíunni á flöskur og koma þeim á næstu endurvinnslustöð Sorpu, sem sér um að gefa orkunni sem býr í olíunni framhaldslíf.

Safna skal matarolíu á plastbrúsa og flöskur og skila inn í spilliefnamóttöku.

Endurvinnslustöðvar taka við matarolíu frá heimilum, fyrirtækjum er bent á að skila til viðurkenndra móttökuaðila.

Við erum að hefja sérsöfnun á matarolíu á endurvinnslustöðvum SORPU. Öll olía og feiti býr yfir orku sem hægt er að endurnýta: steikingarolía, afgangar í ostakrukkum, djúpsteikingarfeiti, smjör og tólg.

Besti kosturinn er að safna olíunni á flöskur og koma þeim á næstu endurvinnslustöð Sorpu, sem sér um að gefa orkunni sem býr í olíunni framhaldslíf.

Safna skal matarolíu á plastbrúsa og flöskur og skila inn í spilliefnamóttöku.

Endurvinnslustöðvar taka við matarolíu frá heimilum, fyrirtækjum er bent á að skila til viðurkenndra móttökuaðila.

Hvað verður um efnið

Matarolían er fyrirtaks endurvinnsluefni. Hún er hreinsuð og nýtt í margskonar efni: lífdísill, sápur og margt fleira. Látum ekki dýrmætt efni fara til spillis og valda skaða í frárennslisrörum og umhverfinu. Matarolían sem SORPA safnar fer í innlenda endurvinnslu til Orkey og úr henni búinn til lífdísill, sem er síðan notaður sem íblöndunarefni og orkugjafi á íslensk fisveiðiskip.