Chat with us, powered by LiveChat

Sækja um starf

Við setjum okkur markmið um jafnrétti og vellíðan starfsmanna, þar með talið jafnlaunamarkmið, og fylgjum þeim eftir. Við skuldbindum okkur til stöðugra umbóta í jafnlaunamálum. Við hvetjum öll kyn til að sækja um störf hjá okkur.

Allar umsóknir eru skoðaðar vandlega en almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði.

Við viljum taka það fram að við SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.

  • Deildarstjóri bókhalds

    Helstu verkefni:

    • Hafa yfirumsjón með bókunum í bókhaldskerfið. Halda utan um vörunúmer, deildir, kostnaðarstaði og málefni. Hefur umsjón með öllum gögnum sem fara inn í bókhaldskerfið.
    • Er hluti af teymi sem sér um að mynda og viðhalda mælaborðum og öðrum gagnalindum
    • Heldur utan um grænt bókhald í samstarfi við umhverfisstjóra
    • Hafa umsjón með framkvæmd innri úttekta í samstarfi við gæðaráð
    • Umsjón með innlestri magntalna frá utanaðkomandi samstarfsaðilum
    • Mánaðarleg rekstraruppgjör í samvinnu við fjármálastjóra
    • Árshluta og ársuppgjör á Metan
    • Aðstoð við ytri og innri endurskoðendur í tengslum við árshluta- og ársuppgjör
    • Aðstoð við gerð rekstraráætlana
    • Umsjón með uppfærslu á gjaldskrá
    • Uppreikningur lán pr. mánuð
    • Útbúa fjárfestingaskýrslur pr. mánuð
    • Umsjón yfir eignaskráningu á eignum samlagsins
    • Uppfæra fyrningaskýrslu og reikna fyrningar pr. mánuð
    • Umsjón með skjalasafni
    • Daglegar bókanir á innborgunum frá viðskiptavinum og innheimtufyrirtækjum
    • Samskipti við viðskiptavini, og innheimtufyrirtæki m.a. vegna óinnheimtra krafna. Sendir kröfur í frekari innheimtu ef þarf til Motus
    • Hafa eftirlit með uppgjörum frá öllum starfsstöðvum
    • Umsjón yfir afstemmingu banka og  á kortafærslum Valitor
    • Umsjón á útreikningum á virðisaukaskatti fyrir bæði félögin
    • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni

    Hæfniskröfur:

    • Hafa háskólapróf í viðskiptafræði og/eða vera löggildur bókari/viðurkenndur bókari
    • A.m.k. þriggja ára starfsreynslu á sviði færslu bókhalds og uppgjörsvinnu
    • Gott vald og þekkingu á fjárhagsbókhaldi Business Central
    • Hafa reynslu af áætlanagerð og gerð árs- og árshlutauppgjöra
    • Hæfni til að vinna skipulega og hafa góða yfirsýn yfir starfssvið sitt
    • Búa yfir góðri hæfni í samstarfi og mannlegum samskiptum
    • Glöggt auga við meðhöndlun talna og nákvæmni
    • Hæfni til að vinna einfaldar og flóknari greiningar og samantektir
    • Hæfni til að móta, einfalda og setja upp nýja verkferla
    • Hæfni til að tileinka sér nýjar vinnuaðferðir eða tækni
    • Áhuga og metnað á starfinu og hafa frumkvæði og útsjónarsemi
    • Hafa gott vald á íslensku og ensku

    Umsóknarfrestur frá 16. 10. 2025 til 27. 10. 2025

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Almenn umsókn

    SORPA rekur sex deildir þar sem unnin eru fjölbreytt störf.

    Endurvinnslustöðvar - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
    Móttökustöðin í Gufunesi - Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini, flokkun úrgangs og vélavinna
    Urðunarstaðurinn í Álfsnesi - Móttaka á vigt, mælingar, skráningar, viðhald og vinna á verkstæði
    GAJA gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi - móttaka á lífrænum úrgangi
    Verslun Góða hirðisins - Lagerstörf, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavin
    Skrifstofa - Almenn og sérhæfð skrifstofustörf

    SORPA sér ekki um sorphirðu eða akstur sorphirðubíla.

    Fyrir frekari upplýsingar, hafið samband við kolbruns@sorpa.is

  • Job application

    SORPA is an indepenent firm jointly owned by the six municipalities of the capiltal area and is responsible for receiving their waste.

    SORPA runs six recycling centres where the public and smaller companies bring their sorted waste, receiving and sorting plant in Gufunesi and a Landfill site in Álfsnes for larger loads of waste.

    Our employees work in customer service, waste sorting and handling.

    SORPA is not in waste collection.