Chat with us, powered by LiveChat
14. desember 2020

Versa vottun gefur út vottunarskírteini til SORPU á samþættu stjórnkerfi

Versa vottun hefur gefið út vottun á samþættu stjórnkerfi SORPU sem lítur að eftirfarandi þáttum:

  • Gæði þjónustunnar sem SORPA veitir og varanna sem SORPA framleiðir (ISO 9001)
  • Stjórnun umhverfisáhrifa af starfsemi SORPU (ISO 14001)
  • Heilbrigði og öryggi fólks sem kemur að starfsemi SORPU (ISO 45001)
  • Jöfnum launum starfsfólks SORPU fyrir jafnverðmæt störf (ÍST 85)

SORPA fær nú í fyrsta sinn vottun samkvæmt ISO 45001 sem er stór viðurkenning á áherslunni á heilbrigði og öryggi fólks sem kemur að starfseminni, hvort heldur um er að ræða starfsfólk, verktaka eða viðskiptavini.

Þetta er í fyrsta sinn sem Versa vottun tekur út stjórnkerfi SORPU og ánægjulegt að sú úttekt hefur skilað sér með staðfestingu á að SORPA uppfyllir þessa mikilvægu staðla, en þeir lýsa bestu framkvæmd þessara málaflokka í rekstri fyrirtækja.

Frá vinstri Bergþór Guðmundsson sérfræðingur SORPU í öryggis- og gæðamálum, Helgi Þór Ingason framkvæmdastjóri SORPU, Gná Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Versa vottunar, Birna Dís Eiðsdóttir vottunarstjóri Versa vottunar. Fyrir miðri mynd er Raggi ruslakall, lukkudýr SORPU.

Nýjustu fréttir