Umhverfisskýrsla SORPU, grænt bókhald, fyrir árið 2020 er nú aðgengileg á vefnum. Í skýrslunni er fjallað um niðurstöður umhverfisbókhalds SORPU, s.s. notkun hráefna í starfseminni, orku- og vatnsnotkun, eldsneytisnotkun og fleira. Einnig er fjallað um kolefnisspor SORPU og þau verkefni sem farið var í á árinu til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. Umhverfisskýrslan er hluti af ársskýrslu SORPU en hún er væntanleg í heild sinni á næstunni.
Helstu niðurstöður
-
Heildarúrgangsmagn sem móttekið var hjá SORPU árið 2020 dróst saman um 5,6% frá fyrra ári og var alls tekið við 212.060 tonnum.
-
Endurnýtingarhlutfall úrgangs var 58,0%.
-
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutninga og aksturs með úrgang á vegum SORPU dróst saman og var heildarlosun CO
2
vegna eldsneytisnotkunar um 1.282 tonn (1.325 tonn 2019).
-
Rafmagnsnotkun á hvert meðhöndlað tonn úrgangs jókst örlítið milli ára og notkun á heitu vatni tvöfaldast.
Aukin notkun á heitu vatni tengist nýjum vinnsluaðferðum á lífúrgangi, sem er umbreytt í lífgas og moltu í GAJA, gas- og jarðgerðarstöð. Í vinnslukróm stöðvarinnar eru lífræn næringarefni þvegin úr lífúrgangi með 37° heitum vökva, s.k. meltuvökva, og dælt í gasgerðartanka þar sem hin eiginlega lífgasframleiðsla fer fram. Fasta efnið sem verður eftir í vinnslukrónni er síðan jarðgert. Heitt vatn er notað til að halda réttu hitastigi á meltuvökvanum.
Hér má nálgast
skýrsluna
.