Á að giska 1.000 manns heimsóttu GAJU á sumardaginn fyrsta þegar SORPA bauð landsmönnum öllum að koma í heimsókn og sækja sér moltu fyrir vorverkin.
Formleg dagskrá hófst klukkan 11:00, en fyrsti gesturinn mætti klukkan 09:30, alla leið úr Keflavík, til að tryggja sér fyrsta moltufarminn. Ríflega 400 bílar með rúmlega 140 kerrur gerðu sér ferð í Álfsnesið þennan sólríka og fallega dag.
Starfsfólk SORPU afgreiddi um 80 tonn af moltu, starfsmenn Grasagarðs Reykjavíkur buðu upp á moltufræðslu og gestum var boðið upp á pulsur, eða pylsur, ís og andlitsmálningu á þessum fyrsta degi sumars.
Þá var einnig boðið upp á skoðunarferðir um GAJU, sem á bilinu 300 til 400 manns þáðu.
SORPA þakkar öllum kærlega fyrir komuna!