Viltu vita (næstum) allt um sorp? Hlustaðu þá á þáttinn „ Þú veist betur - um sorp ,“ sem hljómaði á Rás 2. Þar spurði Atli Már Steinarsson Gyðu Sigríði Björnsdóttur, sérfræðing SORPU í sjálfbærni, spjörunum úr um sorp.
Í þættinum fjallaði Gyða meðal annars um ástæður og mikilvægi þess að flokka sorp inni á heimilum, tryggja að textíll og spilliefni fari ekki í sorptunnuna og hvað SORPA gerir við sorp og endurvinnsluefni þegar eftir að þau eru sótt til íbúa höfuðborgarsvæðisins.