4. júní 2024

Textílsöfnun á höfuðborgarsvæðinu

Frá og með 1. júní mun SORPA taka við textílsöfnun á höfuðborgarsvæðinu fyrir hönd sveitafélagana sem áður var í höndum Rauða Krossins á Íslandi. Munum við safna textíl í nærumhverfi íbúa og mun fatagámum fjölga úr 40 í 80 við þessar breytingar! Við munum til að byrja með notast við eldri gáma frá Rauða Krossinum, en í sumar munum við skipta yfir í nýja gáma sem koma til með að líta út eins og hér á myndinni fyrir neðan.

Við munum taka á móti öllum textíl í þessa gáma, en föt, skór og klæði þurfa að vera hrein, þurr og pökkuð í glæran plastpoka áður en þau eru sett í gámana. Föt, skór og klæði mega vera rifin eða slitin þar sem þau nýtast þá til endurvinnslu.

Við erum í góðu samstarfi við Rauða Kross Íslands og erum við að vinna hörðum höndum að finna okkur góðan samstarfsaðila erlendis til að vinna enn frekar textílinn frá okkur. Að sama skapi erum við að leita allra mögulega leiða til að uppfylla helstu markmiðin okkar: að hámarka endurnot og endurvinnslu! ♻️

447045950_122149827830108776_6778500174654752939_n

Nýjustu fréttir