Á tengslafundi Festa - Miðstöð um sjálfbærni sem haldin var hjá okkur þann 15. október fórum við yfir hvaða árangri við höfum náð og hvaða áskoranir blasa við okkur hjá SORPU.
Í stuttu máli:
♻️ Að flokka matarleifar er risa stórt loftslagsverkefni. Íbúum gengur vel að flokka matarleifar og það er 98% hreint hráefni sem berst til GAJU- en við viljum endilega fá meira magn í réttan farveg. Enn eru matarleifar stærsti flokkurinn í blandaða ruslinu okkar.
♻️ Við erum hætt að urða blandað rusl og sendum það nú til orkuendurnýtingar í Svíþjóð. Blandað rusl hefur líka dregist saman vegna meiri flokkunar á endurvinnsluefnum- sem ber að fagna!
♻️ Loftslagsávinningur endurnota í Góða hirðinum er allt að 7.000 tonn CO2-íg. Áfram hringrásarhagkerfið 💚
♻️ Svo erum við að drukkna í textíl- 55 tonn koma inn til okkar á viku, rúmlega 7 tonn á dag! Við þurfum að kaupa minna og huga að gæðum. Svo þurfum við fleiri sprota eins og Flöff sem eru að finna nýjar lausnir 💡
Sjá má glærurnar sem farið var yfir á fundinum hér fyrir neðan 👇