Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdarstjóri Svansins, Gyða Sigríður Björnsdóttir, umhverfis- og gæðastjóri Sorpu og Jóhannes Ólafsson, sérfræðingur í umhverfis og gæðamálum Sorpu.
Það sem er sérlega ánægjulegt er að það eru eingöngu tveir leyfishafar á Norðurlöndunum í þessum viðmiðaflokki Svansins.
Svansvottað eldsneyti uppfyllir strangar kröfur um hráefni og gæði. Kröfurnar snúa að því að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika sem og að stuðla að minni loftslagsáhrifum. Vottunin tekur tillit til alls lífsferils metans sem framleitt er af fyrirtækinu. Með Svansvottuninni er staðfest að framleiðsla og notkun eldsneytisins stuðli að lágmarks losun gróðurhúsalofttegunda og að orkunotkun í framleiðsluferlinu sé í lágmarki. Vottunin er einnig háð því að eldsneytið mæti sjálfbærniviðmiðunum Evrópureglugerðar um endurnýjanlega orkugjafa og kröfum um gæði eldsneytisins. Einnig er lögð áhersla á vinnuskilyrði á framleiðslustað.