Gengið hefur verið frá samningi á milli SORPU og Versa Vottunar um úttekt og vottun á samþættu stjórnkerfi SORPU. Stjórnkerfið sem um ræður lítur að gæðamálum (ISO 9001), umhverfismálum (ISO 14001), öryggis- og heilbrigðismálum (ISO 45001) og jafnlaunavottun (ÍST 85).
Samningurinn er hluti af yfirstandandi hagræðingaraðgerðum SORPU og mun skila ávinningi bæði vegna þess að einn vottunaraðili tekur framvegis út stjórnkerfið en ekki síður í tíma stjórnenda og starfsmanna sem koma að því.
Hluti af þessum breytingum hjá SORPU er aukin áhersla á öryggis- og heilbrigðismál starfsmanna með upptöku ISO 45001 staðalsins. Þá hefur verið ákveðið að sækjast ekki eftir áframhaldandi vottun upplýsingatæknimála með ISO 27001 staðlinum. Sú vottun fékkst á síðastliðnu ári sem staðfestir að upplýsingatæknimál SORPU eru almennt í góðu lagi, því verður viðhaldið til framtíðar með samningum við þjónustubirgja á því sviði.