11. maí 2022

SORPA innleiðir nýtt greiðslukerfi - beiðnabækur SORPU hætta

SORPA hefur innleitt nýtt greiðslukerfi og samhliða því uppfært greiðsluskilmála sína.

Ein af breytingunum er að beiðnabækur útgefnar af SORPU munu hætta en viðskiptavinum er bent á að sækja um viðskiptakort í staðinn.

Slík kort er hægt að nota í sjálfsafgreiðslu í móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi og á urðunarstað í Álfsnesi. Þá er einnig tekið við viðskiptakortum á öllum okkar endurvinnslustöðvum.

Þetta er skref í þeirri vegferð SORPU að færa viðskiptahætti sína inn á rafrænar lausnir sem eru umhverfisvænni og um leið að einfalda greiðsluleiðir fyrir viðskiptavini SORPU.

Hér er hægt að sækja um viðskiptakort.

Fleiri fréttir