20. október 2023

SORPA hvetur til þátttöku í verkfalli 24. október

SORPA bs. hvetur konur og kvár sem starfa hjá byggðasamlaginu til að taka þátt í boðuðu verkfalli þriðjudaginn 24. október næstkomandi. Þau sem kjósa að taka þátt í verkfallinu fá laun greidd þennan dag og bera að engu leyti skarðan hlut frá borði vegna þátttöku sinnar.

Gera má ráð fyrir skertri starfsemi á öllum starfsstöðvum SORPU vegna verkfallsins og eru viðskiptavinir beðnir um að sýna því skilning.

Nýjustu fréttir