Chat with us, powered by LiveChat
10. janúar 2020

SORPA fær vottun samkvæmt ISO 27001 um upplýsingaöryggi

Í lok ársins 2019 fékk SORPA vottun samkvæmt ISO 27001 um stjórnun upplýsingaöryggis.  Þetta er viðurkenning á því að upplýsingatæknikerfi SORPU er stýrt til að tryggja trúnað, réttleika og tiltækileika gagna sem SORPA meðhöndlar.

Þetta er fjórði staðallinn sem SORPA er vottuð samkvæmt, því fyrir eru vottanir samkvæmt ISO 9001 um gæðastjórnun, ISO 14001 um umhverfisstjórnun og ÍST 85 jafnlaunastaðlinum.

Stjórnendur og starfsfólk SORPU er stolt af því að fyrirtækið hefur aflað sér þessara viðurkenninga á stjórnkerfum sínum, þannig getum við fullnægt þörfum og væntingum viðskiptavina okkar af metnaði.

Nýjustu fréttir