Í tilefni umfjöllunar á vef RÚV á laugardag og sunnudag, um ólykt sem barst yfir íbúabyggð frá Gufunesi, áréttar SORPA að lyktin sem fjallað var um stafar ekki frá starfsemi SORPU.
SORPA stundar ekki moltugerð í Gufunesi. Moltugerð SORPU verður öll í Gas- og jarðgerðarstöðinni, GAJU, í Álfsnesi. Þar verður molta unnin í lokuðum rýmum til að tryggja að sú ólykt sem þeirri starfsemi fylgir verði fólki ekki til ama.