Chat with us, powered by LiveChat
29. mars 2022

Nýtt afgreiðslukerfi tekið í notkun á starfsstöðvum SORPU

Föstudaginn 1. apríl tekur SORPA upp nýtt afgreiðslukerfi á öllum starfsstöðvum (endurvinnslustöðvar, móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi og urðunarstaður í Álfsnesi).

Þetta felur ekki í sér breytingu fyrir viðskiptavini en þó má búast við einhverjum töfum við afgreiðslu á gjaldskyldum úrgangi á starfsstöðvum okkar á meðan á innleiðingu stendur.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðlum til fólks að sýna starfsfólki SORPU þolinmæði og tillitssemi.

Á sama tíma verður hætt að selja og fylla á inneignakort á endurvinnslustöðvum. Það verður áfram hægt að nota kortin og klára inneign á þeim kortum sem eru í umferð.

Viðskiptakort munu taka við af inneignakortunum og gilda þau á endurvinnslustöðvum, í móttöku- og flokkunarstöð í Gufunesi og á urðunarstað í Álfsnesi.

Nýjustu fréttir