Chat with us, powered by LiveChat
14. ágúst 2025

Ný endurvinnslustöð opnar sumarið 2026

Framkvæmdir við nýjar endurvinnslustöð SORPU við Lambhagaveg 14 hófust í sumar. Stöðin, sem kemur í stað endurvinnslustöðvarinnar við Sævarhöfða, verður tekin í notkun sumarið 2026. Hún verður öflugasta endurvinnslustöð SORPU, þar sem öryggi og þægindi starfsfólks og gesta er haft að leiðarljósi. Þetta er gert með því að hafa stöðina á tveimur hæðum til að lágmarka skörun viðskiptavina og þjónustuaðila stöðvarinnar, þannig geta báðir aðilar sinnt sínum erindum á sama tíma.

Stöðin verður auk þess byggð í hring, og akreinum inni á stöðinni skipt þannig að gestir stöðvarinnar geti óhindrað stöðvað við þá gáma sem þeir þurfa að nota, og ekið óhindrað inn og út af stöðinni. Með þessu verða heimsóknir á endurvinnslustöðvar í senn styttri og öruggari.

  • Ný endurvinnslustöð við Lambhagaveg 14, 112 Reykjavík
  • Hönnun frá Nordic Office of Architecture
  • Lóð endurvinnslustöðvarinnar er í heildina rúmlega 11.300 m² á stærð sem gerir stöðina að stærstu endurvinnslustöð Sorpu.
  • Áætluð opnun er sumarið 2026
  • Stöðin verður á tveimur plönum. Neðra plan fyrir þjónustuaðila og efra fyrir viðskiptavini
  • Stöðin mun taka á móti öllum flokkum til endurvinnslu

Við hlökkum til að bjóða ykkur velkomin í nýju, nútímalegu og notendavænu stöðina við Lambhagaveginn.

Nýjustu fréttir